Heimilt er að útiloka þá EES/ESB-borgara frá félagslegum bótum sem fara til annars aðildarríkis í „þeim eina tilgangi að njóta félagslegrar aðstoðar“ segir í dómi ESB-dómstólsins frá þriðjudeginum 11. nóvember.
Talið er að niðurstaðan verði til þess að róa þá sem hæst gagnrýna „bóta-ferðamennsku“ sem hefur látið á sér bera eftir því sem fleiri þjóðir öðlast réttarstöðu EES/ESB-borgara. Deilur vegna komu þessa fólks hafa orðið háværar í Bretlandi og að nokkru marki í Þýskalandi.
Rúmensk kona og sonur hennar lögðu málið fyrir ESB-dómstólinn eftir að dómur um félagsleg málefni í Leipzig í Þýsklandi hafnaði kröfum þeirra um ákveðnar bótagreiðslur.
ESB dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki farið til Þýskalands í þeim tilgangi að vinna þar, hún sótti ekki um vinnu heldur um að fá að njóta félagslegra réttinda sem gilda einungis um þá sem eru í atvinnuleit.
Rúmenska konar nýtur barnabóta sem nema 184 evrum (28.500 ISK) á mánuði og auk þess 133 evra (20.600) styrks til lífsviðurværis á mánuði. Var ekki tekist á um rétt hennar til þessara bóta fyrir ESB-dómstólnum.
Í dómsorðinu kemur fram að reglur EES/ESB um frjálsa för fólks innan svæðisins skyldi gistiríki ekki til þess að veita neinar félagslegar bætur fyrstu þrjá mánuði sem aðfluttur dvelst í landinu. Þeir sem dveljast lengur en þrjá mánuði en innan við fimm ár og hafa ekki atvinnu „verða sjálfir að ráða yfir nægu eigin fé,“ segir dómstóllinn og einnig:
„Aðildarríki verður þess vegna að eiga þess kost að neita að veita félagslega aðstoð til ESB-borgara sem afla ekki neinna tekna en nýta sér réttinn til frjálsrar farar í þeim eina tilgangi að njóta félagalegrar aðstoðar í öðru aðildarríki þótt þeir eigi ekki nægilegt fé til að krefjast búseturéttar.“
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...