Laugardagurinn 28. maí 2022

Harðar deilur í Frakklandi um hvort sýna megi jötu og fæðingu Jesú í ráðhúsum - talið brot á lögum um afhelgun hins opinbera


6. desember 2014 klukkan 14:40

Deila er risin í Frakklandi um hvort sýna megi fæðingu Jesú-barnsins í jötu á opinberum vettvangi í skjóli sveitarstjórnar eða hvort í því felist brot á kröfunni um að stjórnsýslan sé afhelguð og blandi sér ekki í trúmál. Átökin eru milli þeirra sem halda fast í bókstafinn um opinbera afhelgun og hinna sem vilja leggja rækt við kristnar rætur Frakklands eins og segir í Le Figaro laugardaginn 6. desember.

Í bænum Vendée ákvað bæjarstjórnin að fjarlægja jötu sem sett hefur verið upp í ráðhúsinu ár hvert síðan árið 1988. Í bænum Béziers segist Robert Ménard bæjarstjóri ekki ætla að taka niður jötu sem hann hefur nýlega komið fyrir opinberlega. Hann nýtur stuðnings Þjóðfylkingar Marine Le Pen og segir að um sé ræða menningarlegt framtak í tilefni af því að árið sé að renna sitt skeið. Hann segist ekki ætla að láta „ayatollah afhelgunarinnar“ segja sér fyrir verkum.

Það var stjórnsýsludómstóll í Nantes sem gaf bæjarstjórninni í Vendée fyrirmæli um að fjarlægja jötuna en samtök sem kalla sig Libre pensée, Frjálsa hugsun, kærðu sýningu á jötunni til dómstólsins. Dómarinn studdist við lög frá 1905 um aðskilnað ríkis og kirkju þar sem bannað er að sýna nokkur tákn trúarlegs eðlis við opinber minnismerki eða á opinberum stöðum nema um sé að ræða staði til trúariðkunar, grafreiti eða söfn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í Frakklandi sem stjórnsýsludómstóll kemst að þessari niðurstöðu áður hafa jötur verið bannaðar í öðrum bæjum en stuðningsmenn jötunnar í Vendée segja að túlkun dómarans á lögunum harðneskjulega í ljósi kaþólskra hefða í bænum.

Forsætisráðherra Frakklands hefur sér til ráðgjafar stofnun sem heitir L'Observatoire de la laïcité, Eftirlit með afhelgun. Þar á bæ segja menn að sýna megi jötur á opinberum vettvangi hafi þær sjálfstætt menningarlegt gildi eins og í Provence.

Marine Le Pen segir að þeir sem fjargviðrist yfir jötum á opinberum vettvangi hljóti einnig að vilja breyta tímatalinu, nú sé árið 2014 eftir Krist. Spyr hún hvort megi miða við dagsetningar við Jesú Krist. Ýmsum talsmönnum afhelgunar og aðskilnaðs ríkis og kirkju í öðrum flokkum en Þjóðfylkingunni finnst of langt gengið með því að amast við jötum sem sýna fæðingu Jesú. Það hljóti að vera önnur mikilvægari viðfangsefni sem beri að líta til í baráttunni fyrir afhelgun.

Bruno Retailleau, formaður bæjarráðs Vendée, spyr: „Hvers vegna er kakan til minningar um vitringanna þrjá (galette des Rois) ekki bönnuð í Élysée [forsetahöllinni] eða krossinn í skjaldarmerki Toulouse?“ Hann segir einnig að það sé tvöfeldni í afstöðu dómstóla í landinu. Nokkrum mánuðum eftir að Anne Hidalgo [borgarstjóri í París] haldi hátíðarmálsverð í tilefni af lyktum á Ramadan, föstumánuði múslíma, á vegum Parísarborgar banni dómstóll hið eina sem gert sé í öðru bæjarfélagi til að minnast jólanna. Með þessu sé inntak afhelgunarinnar ruglað á þann hátt að kalli fram óæskilega spennu.

Líklegt er að niðurstaða stjórnsýsludómstólsins gagnvart Vendée verði kærð til franska stjórnlagaráðsins og síðan til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS