Þegar litið er til sölu, auglýsinga, gjafa og opinberrar aðstoðar er að mati Le Figaro hugsanlegt að Charlie Hebdo fái meira en 10 milljón evrur um 1,5 milljarða ísl. kr. í tekjur af útgáfu fyrsta tölublaðs eftir að árásin var gerð á ritstjórnarskrifstofu blaðsins 7. janúar. Segir Le Figaro á þetta séu mikil umskipti fyrir lítið vikublað sem átti í desember ekki fyrir launum starfsmanna sinna.
Prentuð voru 5 milljónir eintaka af blaðinu miðvikudaginn 14. janúar og er hvert selt á 3 evrur (460 ISK). Skili sér allar sölutekjur af því nema þær 8 m. evrum (1,2 milljarðar ISK).
Le Figaro segir að útgefandi vikublaðsins fái í raun allar tekjur af sölu fyrstu milljón eintakanna (það er 3 milljónir evra, 460 m ISK) vegna ákvörðunar allra dreifingar- og söluaðila um að veita þjónustu sína vegna þessara eintaka ókeypis og leggja þannig sitt af mörkum til stuðnings Charlie Hebdo og fjölskyldum hinna látnu.
Þá er gert ráð fyrir að almennar reglur gildi um það sem eftir er og útgefandi fái um 40% af söluverði í sinn hlut, það er af 4 milljónum eintaka í þessu tilviki, það er um 4,8 m evrur og einnig beri að taka mið af því að áskrifendum að blaðinu hafi fjölgað á nokkrum dögum úr innan við 7.000 í „miklu meira“ en 120.000 að sögn Patricks Pelloux, starfsmanns blaðsins.
Hann sagði við sjónvarpsstöðina RTL að kvöldið fyrir árásina hefði hann snætt kvöldverð með Charb, ritstjóra blaðsins, sem síðan var myrtur, og þeir hafi glaðst yfir að áskrifendum hefði nýlega fjölgað um 50.
Le Figaro segir að fyrir utan sölu á almennum markaði hafi óvæntir stórkaupendur komið til sögunnar eins og Air France sem hafi keypt 20.000 eintök til að dreifa í vélum sínum. Flugfélagið hafi greitt fullt verð fyrir tölublaðið þótt venjulega kaupi það blöð á miklu afsláttarverði.
Auk þessa hefur Charlie Hebdo fengið góðar gjafir frá Frökkum og útlendingum. Segir Le Figaro að sjóðurinn Presse et pluralisme hafi fengið 1,4 m evrur að gjöf frá rúmlega 21.000 gefendum en gjafir til sjóðsins eru frádráttarbærar frá skatti. Úr sjóði Google sem veitir styrki til nýsköpunar á netinu fær blaðið 250.000 evru styrk. Þá hafa eBay og Amazon lofað að Charlie Hebdo njóti góðs af tekjum vegna sölu á gripum með áletruninni Je suis Charlie.
Franski menningarmálaráðherrann, Fleur Pellerin, hefur veitt 1 milljón evru í styrk og hefur boðað að framvegis verð skopblöð styrkhæf eins og önnur vikublöð við úthlutun rekstrarstyrkja á vegum ráðuneytisins.
Í nóvember 2014 seldust 28.000 eintök af Charlie Hebdo á viku og dugði það ekki til að standa undir launakostnaði. Hóf blaðið þá áskriftar- og fjársöfnun til að halda lífi, fjölgaði áskrifendum aðeins og 250.000 evrur (38,5 m ISK) söfnuðust.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...