Laugardagurinn 25. júní 2022

Samfylkingin: Guðmundur Andri á bekk endurskoðunarsinna


23. mars 2015 klukkan 11:58

Landsfundur Samfylkingarinnar sem spáð var að yrði með afbrigðum daufur og bragðlaus vegna skorts á átökum um menn og málefni breyttist í jarðsprengju sem skilur flokkinn eftir í tætlum – vegna átaka milli manna og málefnalegrar upplausnar.

Guðmundur Andri Thorsson

Einkennilegt er að í frétt Morgunblaðsins af fundinum mánudaginn 23. mars skuli þess ekki getið að þar varð kúvending í ESB-málum – í stað þess að hafa ályktað í áratug eða svo um að semja ætti við ESB og leggja niðurstöðuna undir þjóðina segir nú að áður en rætt verði meira við ESB skuli ákvörðun um hefja viðræður borin undir þjóðina. Samfylkingin lætur þess hins vegar ógetið hvernig hún ætlar að ná upp þræði í viðræðunum á nýjan leik – hverju hún ætli að breyta í sjávarútvegsmálum til að fá ESB-menn að borðinu.

Guðmudundur Andri Thorsson, dálkahöfundur Fréttablaðsins, hefur stutt Samfylkinguna og ESB-stefnu hennar í sex ár. Í dálki sínum mánudaginn 23. mars skipar Guðmundur Andri sér hins vegar á bekk með endurskoðunarsinnum þegar hann segir:

„Það er alltaf erfitt að vera vitur eftir á; og þegar litið er um öxl var það bráðræði að leggja út í þennan [ESB-]leiðangur eins og gert var; hann var ekki nógu vel undirbúinn pólitískt hér á landi og forystufólk Samfylkingar náði ekki að hrífa fólk og fylkja því um þessa hugmynd: að ganga í Evrópusambandið en híma ekki bara í gættinni. Samfylkingin vanmat hversu öflug andstaðan var meðal hagsmunaaðila og hversu langt menn voru reiðubúnir að ganga til að koma í veg fyrir að til yrði samningur sem þjóðin myndi hugsanlega geta samþykkt. Samfylkingarfólki mistókst að sannfæra þjóðina um að þetta væri rétt skref; það var eins og menn biðu bara í rólegheitum eftir samningi og hirtu ekki um að taka þátt í umræðunni, sem fyrir vikið var undirlögð af tröllasögum um ESB. Það reyndust misráðin klókindi.“

Í þessum áfellisdómi lætur Guðmundur Andri að vísu hjá líða að benda á þá staðreynd að Össur Skarphéðinsson, umsóknarráðherra Samfylkingarinnar, neyddist til að hætta viðræðunum við ESB í janúar 2013 af því að ESB-menn vildu ekki tala við hann nema slegið yrði af kröfum í sjávarútvegsmálum.

Samfylkingin vanmat ekki aðeins andstöðu á heimavelli heldur einnig stöðuna almennt gagnvart ESB. Þar er ekki aðeins við forystumenn Samfylkingarinnar að sakast heldur alla, þ. á m. Guðmund Andra sem hafa í sex ár neitað að viðurkenna þá staðreynd að ESB vill að fallist sé á allar sínar kröfur, að minnsta kosti á bakvið tjöldin áður en niðurstaða viðræðna er birt – í Brussel tala menn ekki um samning við umsóknarríki heldur niðurstöðu viðræðna.

Að kalla það sem sagt er satt og rétt um ESB „tröllasögur“ hefur verið einn helsti veikleiki málflutnings ESB-aðildarsinna undanfarin sex ár.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS