Miðvikudagurinn 29. júní 2022

Grikkland: Einkavæðing Piraeus-hafnar endurvakin - Kínverjar líklegir kaupendur


29. mars 2015 klukkan 12:24

Skömmu eftir að stjórn róttækra vinstrisinna, Syriza, tók við völdum í Grikklandi í janúar var tilkynnt að fallið hefði verið frá sölunni á meirihlutaeign gríska ríkisins í Piraeus-höfn skammt utan við Aþenu. Það félli ekki að kosningastefnu flokksins og sósíalískum viðhorfum að einkvæða hafnarrekstur eða opinbera starfsemi á ýmsum öðrum sviðum.

Frá höfninni í Piraeus

Laugardaginn 27. mars birti kínverska fréttastofan Xinhua hins vegar frétt þar sem haft var eftir vara-forsætisráðherra Grikklands að höfnin yrði seld innan fárra vikna. Er þessi kúvending talin til marks um sviptingarnar sem eru í Aþenu þegar stjórnvöld leita logandi ljósi að úrræðum sem geri þeim kleift að fullnægja kröfum þríeykisins (ESB/SE/AGS) og fá fjármagn til að komast hjá greiðsluþroti ríkisins.

Gríska ríkið á 67% í Piraeus Port Authority (OLP) það er hlutafélaginu um Piraeus-höfn. Kínverska skipafélagið Cosco Group er í hópi fimm tilboðsgjafa í eignarhlut ríkisins í höfninni sem hafa verið til sérstakrar athugunar á einkavæðingarnefnd Grikklands sem starfaði í umboði ríkisstjórnarinnar sem fór frá völdum eftir kosningarnar 25. janúar 2015. Vildi ríkisstjórn undir forsæti Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza, binda enda á alla einkavæðingu.

Xinhua segir að föstudaginn 27. mars hafi gríska ríkisstjórnin lagt nýjar tillögur fyrir þríeykið og þar á meðal um einkavæðingu. Grískir ráðherrar hafa verið á ferð um Kína og segir fréttastofan að Yannis Dragasakis vara-forsætisráðherra hafi sagt að Cosco og aðrir tilboðsgjafar geti „gert mjög samkeppnishæft tilboð“.

Hann sagði að innan nokkurra vikna yrði unnt að ganga frá sölusamningi en framkvæmdin hefði „aðeins tafist“ vegna stjórnarskipta í Grikklandi. Xinhua segir að Dragasakis hafi gefið til kynna að Cosco stæði framarlega í röðinni.

Skiptar skoðanir eru um hvenær gríski ríkissjóðurinn kemst í greiðsluþrot. Sumir nefna miðvikudaginn 8. apríl aðrir tala um 20. apríl, allir eru þó sammála um að örvæntingar verði vart meðal þeirra sem þekki best til mála innandyra í gríska ríkisfjármálaheiminum.

Cosco hefur þegar tekið að sér rekstur hluta hafnarinnar í Piraeus.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS