Reiðin magnast dag frá degi í grasrót Vinstri grænna vegna ESB-umsóknarinnar og Magma-málsins og má búast við stórátökum á málefnaþingi og flokksráðsfundi VG, sem haldinn verður í tengslum við málefnaþingið. Hins vegar er sennilegt að þessir fundir verði ekki haldnir fyrr en í lok október en áður var talið, að þeir yrðu haldnir í lok september. Þessar breytingar á tímasetningu eru áreiðanlega þáttur í viðleitni forystumanna flokksins til þess að hægja á því uppgjöri, sem búizt er við að fari fram.
Upphaflega var sagt, að málefnaþingið mundi snúast um ESB-málið eitt. Nú má búast við að fleiri mál verði þar til umræðu og er það líka þáttur í viðleitni flokksforystunnar til þess að draga úr vægi ESB-málsins í umræðum innan flokksins.
Harkan í umtali þeirra tveggja fylkinga, sem þarna takast á, hvor um aðra, eykst líka dag frá degi. Umtalið um flokksbræður og systur er verra en um pólitíska andstæðinga. Þetta er þekkt fyrirbæri þegar átök eru innan flokka og á við um fleiri en Vinstri græna.
Óánægjan innan VG vegna samstarfsins við Samfylkinguna er mikið og í sumum hópum er Samfylkingin nú talin verri fjandmaður en Sjálfstæðisflokkurinn. Vanþóknun á vinnubrögðum ráðherra Samfylkingarinnar er vaxandi og gildir einu, hvort um er að ræða hið tvöfalda siðferði sem VG þykist sjá í ráðningamálum Samfylkingarinnar, að boða faglegar ráðningar í orði en stunda úthlutun bitlinga á borði eða hvísl manna á milli um að Jóhanna Sigurðardóttir sé að reynast aðgerðarlaus forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon sé í raun forystumaður ríkisstjórnarinnar.
Þrátt fyrir þetta er engin sérstök ástæða til að ætla, að VG sprengi ríkisstjórnina í loft upp. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst ein: Innan Vinstri grænna er svo víðtæk andúð á Sjálfstæðisflokknum frá gamalli tíð, að þrátt fyrir augljósa samstöðu í grundvallarmálum eins og t.d. í ESB-málinu mega ráðamenn VG ekki til þess hugsa að koma nálægt samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, þótt þeir láti annað stundum í veðri vaka.
Í upphafi var límið, sem hélt stjórnarflokkunum saman vonin um að fyrsta hreina vinstri stjórnin í Íslandssögunni mundi vinna einhver afrek. Sú von er brostin.
Nú er límið, sem heldur Vinstri Grænum við Samfylkinguna andúðin á Sjálfstæðisflokknum, sem á sér rætur frá dögum kalda stríðsins.
Þetta ástand í herbúðum stjórnarflokkanna veldur stöðnun og aðgerðaleysi. Eina leiðin til þess að knýja fram umskipti í þeirri stöðu er að knýja fram kosningar.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...