Laugardagurinn 28. maí 2022

Króatar snúast gegn ESB


Björn Bjarnason
4. desember 2010 klukkan 07:33

Í byrjun júlí sl. fór Össur Skarphéðinsson í opinbera heimsókn til Króatíu til að stilla saman strengi með stjórnvöldum þar vegna umsóknar ríkisstjórnar landsins um aðild að ESB. Umsókn Króata lá lengi óafgreidd hjá ESB vegna þess að Slóvenar vildu ekki sætta sig við afgreiðslu hennar. Deila þjóðanna snerist um markalínu undan ströndum landa þeirra í Adríahafi. Hún leystist í byrjun júní sl.þegar Slóvenar samþykktu með naumum meirihluta að gerðardómur skæri úr henni.

Eftir niðurstöðuna í Slóveníu var látið eins og Króatar næðu því markmiði sínu að komast í ESB árið 2012. Fór ekki á milli mála að í Zagreb lagði Össur drög að samleið með króatískum stjórnvöldum inn í fyrirheitna landið. Ríkisstjórnum Íslands og Króatíu er ljóst að stjórnendum ESB fellur best að taka við nýjum ríkjum í kippum. Til þessa hefur verið litið þannig á að Ísland og Króatía yrðu í næstu kippu.

Króatar eru ekki á hraðferð í ESB, eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær. Króatar hafa ekki lagað sig að kröfum ESB. Þeir hafa ekki ráðist gegn spillingu, ekki bætt stjórnsýslu sína, ekki ráðist í umbætur á dómskerfinu og ekki heldur leyst markaðsöfl úr læðingi með því að lögfesta reglur um samkeppni og hrinda þeim í framkvæmd.

ESB-aðlögun Króata gengur svo illa, að ekki er lengur rætt um dagsetningar varðandi aðild þeirra. Þá er meirihluti Króata einfaldlega andvígur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt könnun Gallups. Króatar óttast að verðmætt land á strönd landsins verði selt og einnig að ESB muni skipta sér af ferðamannaþjónustu og fiskveiðum á nær 1000 km langri Adríahafsströnd landsins. Ríkisskuldir Króatíu eru um 37% af landsframleiðslu sem er mun lægra hlutfall en hjá Írum, Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum, vandræðabörnum ESB. Króatar vilja ekki lenda í samskonar skuldasúpu og þessar evru-þjóðir.

Fréttir af Króatíu bera þó með sér, að Stefan Fühle, stækkunarstjóri ESB, láti þetta ekkert á sig fá. Hann lýsti bjartsýni í nýlegri ferð sinni til Zagreb og sagði: „Aðildarviðræðurnar eru á lokastigi. Aðild er í sjónmáli. Í maraþonhlaupi eru síðustu metrarnir oft erfiðastir.“

Setningarnar hljóma álíka og boðskapurinn sem ESB-aðildarsinnar flytja yfir okkur hér á landi. Fühle, stækkunarstjóri, hefur ekki enn sótt okkur heim. Hann mundi örugglega tala á sama veg og í Zagreb eftir að hafa hitt Össur og embættismenn hans.

Stækkunardeildin ætlar auðvitað að snúa Króötum til fylgis við ESB-aðild í tæka tíð fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt hún þurfi lengri tíma til þess en upphaflega var ætlað, skiptir ekki höfuðmáli. Deildin lítur sömu augum á Ísland: Þetta er bara spurning um tíma og peninga.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS