Þegar leiðtogar evru-ríkjanna koma saman í Brussel til að ákveða nýjar, strangar reglur fyrir evru-svæðið með því að herða miðstjórnarvald við stjórn efnahagsmála í evru-löndunum 17 beina ESB-aðildarsinnar hér á landi athygli að enn einu málamyndaákvæðinu í reglugerð um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB.
Í Fréttablaðinu er ákvæðinu slegið upp dag eftir dag eins og um byltingu í þágu íslenskra hagsmuna sé að ræða. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, bendir hins vegar á að breytingin nái yfir mjög takmarkaðan fjölda fiskistofna, sem falli ekki undir neina vísindaráðgjöf. „Þetta er engin grundvallarbreyting varðandi það að þær ákvarðanir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu,“ segir Friðrik.
Hér skal tekið undir þessa skoðun varðandi þennan nýjasta bjarghring ESB-aðildarsinna á Íslandi. Á hitt er ástæða að minna þá, að nú er lagt á ráðin um grundvallarbreytingu á evru-samstarfinu undir merkjum: „Sáttmála í þágu evrunnar“ – „Pact for the Euro“ – „Evru-sáttmála“. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, lögðu á leiðtogafundi leiðtoga evru-ríkjanna í Brussel 11. mars fram tillögu, sem felur í sér endurbætta útgáfu á því sem Þjóðverjar og Frakkar kölluðu „Samkeppnis-sáttmála“ þegar Angela Merkel og Nicolas Sarkozy kynntu hugmyndina á leiðtogafundi ESB fyrir fáeinum vikum.
Í tillögum ESB-forsetanna eru viðraðar hugmyndir um að setja ákvæði í stjórnarskár evru-ríkja um að opinberar skuldir megi ekki fara yfir ákveðið hámark, sett sé þak á laun alls staðar á evru-svæðinu og spornað gegn gerð heildarkjarasamninga, greiðslur vegna opinberrar þjónustu verði takmarkaðar, eftirlaunaaldur hækki og dregið verið úr tekjusköttum en neysluskattar hækkaðir. Allt eru þetta mál sem snerta kjarna efnahagsstjórnarinnar. Undir ákvarðanir um þau verða Íslendingar að ganga við aðild að ESB. Engar sérlausnir fást í því efni.
Krafan um samræmingu skatta setti svip sinn á umræðurnar á evru-leiðtogafundinum í hörðum orðaskiptum milli Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands, og Enda Kennys, hins nýja forsætisráðherra Írlands. Sarkozy hneykslaðist mjög á því að Kenny vildi knýja fram lækkun vaxta á neyðarláninu sem Írar urðu að taka undir lok síðasta árs til að bjarga evrunni, án þess að írska ríkisstjórnin ætlaði að hækka tekjuskatta á fyrirtæki á Írlandi.
Eftir að Írar tóku upp evru og hættu að geta beitt gengisákvörðunum sér í hag hafa þeir ríghaldið í rétt sinn til að ákveða skatta. Nú er að þeim rétti vegið þegar þeir eru að sligast undan vaxtabyrði að kröfu evru-landanna og ESB. Frakkar og Þjóðverjar líta þannig á að hækkun fyrirtækjaskatta á Írlandi leiði til þess að stjórnendur fyrirtækjanna ákveði að flytjast til Frakklands eða Þýskalands og auka þar með tekjur þeirra þjóða sem séu hinir raunverulegu bakhjarlar evrunnar.
Írum er gert að greiða 5,8% vexti á 85 milljarða evru láni frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sagt er að vextirnir séu um þremur stigum hærri en á lánum til ESB. Í Brussel líta menn á þennan vaxtamun sem refsiaðgerð til að fæla aðra frá því að óska eftir neyðarlánum. Í eyrum Íra hljómar þetta sem öfugmæli því að þeir telja að ESB hafi knúið sig til að taka neyðarlánið í þágu evrunnar. Með hinum háu vöxtum sé þeim í raun gert ókleift að lækka eigin skuldabyrði.
Máli sínu til stuðnings benda Írar á að Hollendingar og Bretar krefist ekki nema 3,2% vaxta af Icesave-lánunum til Íslands, takist samningar um þau, auk þess sem Íslendingar fái lengri tíma til að greiða lánin. Í sömu andrá og þetta er sagt minnir vefsíðan Euobserver á, að Íslendingar hafi hafnað fyrri lánskjörum í þjóðaratkvæðagreiðslu og neytt Breta og Hollendinga til að draga í land.
Þegar ESB-aðildarsinnar ræða um kosti Íslendinga við aðild er upptaka evru efst á blaði. Þá er því gjarnan slegið fram að sjálfsagt og eðlilegt sé að laga íslenskt hagkerfi að Maastricht-kröfum hins sameiginlega myntsvæðis. Umræðurnar um Evru-sáttmálann sýna að þessi sjónarmið ESB-aðildarsinna eru úrelt. Þeir verða að laga rök sín að ákvæðum hins nýja sáttmála.
Utanríkismálanefnd alþingis hlýtur að beita sér fyrir kynningu á þessum nýju evru-viðhorfum innan ESB auk þess að fara yfir umboðið sem hún veitti til aðildarviðræðna í júlí 2009. Það er ekki aðeins úrelt varðandi fisk og landbúnað heldur einnig evruna.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...