Evrópusambandið varð til sem viðleitni til þess að stöðva stríð á milli nágranna á meginlandi Evrópu, sem hrjáð höfðu þjóðir þar öldum saman og ekki sízt á 20. öldinni. Það markmið þeirra hugsjónamanna, sem vildu sameina Evrópu náðist. Þetta var og er fögur hugsjón.
Hugmynd, sem byggðist á því að byggja upp sameiginlegan markað og tengja þessar þjóðir hagsmunaböndum á þann veg, að það borgaði sig ekki að hefja stríðsrekstur er nú að breytast í markviss áform um að byggja upp Bandaríki Evrópu. Allt sem gerzt hefur á vettvangi Evrópusambandsins undanfarin misseri miðar að því eina og sama marki.
Hvers vegna?
Ein meginástæðan er sú, að Evrópusambandið sem varð til sem tæki til að koma í veg fyrir stríð er að breytast í tæki til að viðhalda einhverjum pólitískum áhrifum gömlu heimsveldanna í Evrópu á heimsvísu.
Heimsmyndin er að breytast. Asíuríkin eru að rísa á ný, sem voldug efnahagsveldi. Það á við um Kína og Indland. Japan er löngu orðið eitt af mestu efnahagsveldum heims og mun ná sér á strik þrátt fyrir mikil áföll að undanförnu. Ef ríkin á Kóreuskaganum yrðu sameinuð, sem á eftir að gerast yrði þar til efnahagsveldi, sem mundi standa Japan nærri að fólksfjölda og styrkleika. Búrma með um 60 milljónir manna og miklar ónýttar auðlindir á eftir að sýna mikinn styrk á næstu áratugum.
Hin gömlu nýlenduveldi í Evrópu, sem náðu forskoti vegna iðnbyltingar og tækniframfara eru á fallanda fæti. Þau eru að dragast aftur úr. Þau eru í bezta falli að verða miðlungsveldi. Í Suður-Ameríku er Brasilía að rísa. Bandaríki Norður-Ameríku munu eiga fullt í fangi með að halda einhverri stöðu, þegar líður á öldina.
Hin gömlu nýlenduveldi Evrópu misstu tökin á fyrri hluta 20. aldarinnar ekki sízt vegna innbyrðis átaka. Súez-deilan sumarið 1956 varð svanasöngur brezka heimsveldisins.
Nú reyna þessi gömlu nýlenduveldi að halda í eitthvað af pólitískum áhrifum sínum með því að sameinast í Bandaríkjum Evrópu, þar sem þau ráða ferðinni og geta kúgað smáþjóðirnar – eins og þær eru vanar- hvort sem það er Grikkland eða Írland eða Ísland vegna Icesave.
Þær munu ganga fram á svið heimsstjórnmálanna og segja: hér erum við fulltrúar 500 milljóna manna. Þið verðið að taka tillit til okkar. Og þá meina þær: þið verðið að taka tillit til okkar Þjóðverja, Frakka og Breta – og kannski Rússa, þegar fram líða stundir.
Þetta eru ósköp skiljanleg viðbrögð. Þetta er það sama og fyrirtæki gera, þegar þau þurfa að bæta samkeppnisstöðu sína. Þau gera það gjarnan með því að sameinast og stækka efnahagsreikning sinn. Evrópuríkin eru að sameinast til þess að stækka efnahagsreikning sinn.
Enn og aftur hlýtur sú spurning að leita á okkur Íslendinga, sem um aldir vorum nýlenda annarra þjóða, hvort það þjóni okkar hagsmunum að láta gömlu nýlenduveldin í Evrópu nota okkur og legu lands okkar í því skyni að viðhalda þeirra eigin áhrifum á leikvelli heimsstjórnmála.
Hvers vegna í ósköpunum?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...