Umræðurnar um norðurskautssvæðin hafa smátt og smátt orðið til að skýra betur áhuga Evrópusambandsins á því að fá Ísland í sínar raðir. ESB sækist ekki eftir því að fá þá rúmlega 300 þúsund Íslendinga, sem hér búa, til sín. Sá mannfjöldi skiptir ESB engu máli. Þar er að verða til 500 milljón manna sambandsríki. Meginástæðan er norðurskautssvæðið. Evrópusambandið sér í Íslandi möguleika til þess að fá aðgang að þeim ákvörðunum, sem teknar verða um það svæði á næstu árum og áratugum.
Á fundi utanríkisráðherra norðurskautslandanna í Nuuk á Grænlandi sl. fimmtudag gerði Evrópusambandið enn eina tilraun til að fá áheyrnarfulltrúa á fundi Norðurskautsráðsins en mistókst. Næsta tilraun verður gerð að tveimur árum liðnum.
Fundurinn í Nuuk sýndi þá gífurlegu áherzlu, sem Bandaríkjamenn leggja nú á að styrkja stöðu sína í þessum heimshluta. Þangað kom ekki bara Hillary Clinton, utanríkisráðherra, heldur líka fulltrúi frá Alaska og úr öldungadeild Bandaríkjaþings.
Bæði Rússar og Kanadamenn láta mikið fyrir sér fara í þessu samstarfi og áttu mestan þátt í að óskum Evrópusambandsins um áheyrnarfulltrúa var hafnað. En þar að auki hafa Kínverjar mikinn áhuga á svæðinu.
Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn og vaxandi áhuga á síðustu fjórum áratugum. Aftur og aftur höfum við spurt okkur hvers vegna. Á tímum kalda stríðsins vakti athygli hér hvað starfsmenn kínverska sendiráðsins hér lögðu mikla áherzlu á að Íslendingar létu hvergi undan síga gagnvart margvíslegum kröfum Sovétríkjanna um ítök og aðstöðu. Á síðustu tveimur áratugum hefur verið nánast ótrúlegt hve háttsettir þeir Kínverjar, sem hingað hafa komið hafa verið í kínverska stjórnkerfinu.
Þessi áhugi Kínverja á okkar heimshluta er ekki takmarkaður við Ísland eitt. Þeir hafa um skeið sýnt Grænlandi vaxandi áhuga. Ein af ástæðunum fyrir því kann að vera sú að komið er að nýtingu mikilla auðæva Grænlands bæði á olíu og gasi, vatnsafli, málmum o.fl. Kínverjar hafa verið á ferðinni um allan heim til þess að tryggja sér aðgang að auðlindum. Þessi áhugi Kínverja á norðurskautssvæðinu og þeim ríkjum, sem að því liggja veldur pólitískum áhyggjum bæði í Moskvu og Washington.
Við Íslendingar og Grænlendingar erum í lykilstöðu á norðurskautssvæðinu. Það er ástæðan fyrir áhuga Kínverja á bæði Íslandi og Grænlandi.
Staðan er því sú, að ríki Norður-Ameríku láta mjög að sér kveða í málefnum norðurskautssvæðisins, Kínverjar eru ákveðnir í að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Í austri er hið víðfema Rússland og svo eru Norðmenn að sjálfsögðu á ferð, sem telja sig gjarnan eiga þetta svæði eins og svo margt fleira. Náin samvinna Norðmanna og Rússa eru orðin öllum augljós.
Þegar horft er á þessa stóru mynd fer ekki á milli mála hvers vegna Evrópusambandið leggur svo mikla áherzlu á Íslandi. ESB vill komast að þessu borði. Nái aðildarríki þess því marki verða það fulltrúar Evrópusambandsins, sem sitja við þetta borð í stað Íslands. Þar með er Evrópusambandið orðið eitt af hinum stóru aðilum, sem semja um nýtingu norðurskautssvæðanna og jafnframt höfum við Íslendingar þá fórnað að verulegu leyti þeim miklu möguleikum, sem felast í stöðu okkar á þessu svæði.
Af öllum þeim mörgu rökum, sem færa má fram gegn aðild Íslands að Evrópusambandið er þetta orðin stærsta og þyngsta röksemdin.
Á Grænlandi býr fátt fólk en við því fólki blasir glæst framtíð á þessari öld vegna hinna miklu auðæva, sem þar er að finna. Á Íslandi er líka fámenni en við okkur blasa miklir möguleikar vegna staðsetningar landsins á þessu svæði.
Það er tímabært að hverfa frá aðildarumsókninni að Evrópusambandinu en beina kröftum okkar í þess stað að því að kortleggja og hagnýta þá möguleika, sem við okkur blasa á norðurskautssvæðinu og í samvinnu við Grænlendinga.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...