Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Það þrengir stöðugt að ESB og evruríkjunum


Styrmir Gunnarsson
21. september 2012 klukkan 09:04

Það er að harðna á dalnum hjá lánardrottnum Grikkja, Evrópusambandinu, Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal fullyrðir í dag, að að sérfræðingar þríeykisins, sem hafa unnið að gerð skýrslu um stöðu mála í Aþenu muni nú í október sýna fram á að mikið bil þurfi að brúa til þess að Grikklandi verði ekki gjaldþrota í nóvember og hrökklist út af evrusvæðinu.

Slíkar fréttir hafa borizt áður. Munurinn nú er sá, að svigrúm þeirra þjóða, sem hafa borið þungann af aðstoðinni við Grikki er að minnka. Þannig getur þýzka ríkisstjórnin ekki lagt fram meira fé í þessu skyni nema með samþykki þýzka þingsins. Blaðið segir að Angela Merkel sé ákveðin í því að leggja ekki fram slíka tillögu, þar sem hún telji að hún gæti leitt til uppreisnar innan þingflokka stjórnarflokka og stjórnarkreppu í framhaldi af því.

Alls konar vangaveltur eru uppi um að Seðlabanki Evrópu geti hlaupið undir bagga með framlengingu á gömlum lánum Grikkja eða með því að veita þeim ný lán til að borga eldri lán. Bankinn á hins vegar ekki hægt um vik vegna þess að embættismenn innan hans telja að það væri brot á lögum og reglum, sem um starfsemi bankans gilda.

Þá er það spurningin, hvort Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn geti komið til sögunnar. Þar er staðan sú, að fulltrúar þjóða utan Evrópu telja, að sjóðurinn hafi gengið of langt í lánveitingum til Grikklands og þess vegna tæplega stuðningur við það innan stjórnar AGS að ganga lengra.

Vafalaust munu hinir útsjónarsömu forsvarsmenn Evrópusambandsins finna einhverja leið út úr þessum vanda en sú leið verður ekki frekar en fyrri daginn leið, sem leiðir til varanlegrar lausnar heldur einhvers konar „redding“ til bráðabirgða.

Handan við hornið er svo Spánn, sem er ekki enn búinn að gera upp við sig hvort hann eigi að sækja formlega um neyðarlán með þeim þröngu skilmálum, sem slík ósk mund kalla yfir Spán.

Það þrengir stöðugt að Evrópusambandinu og evruríkjunum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS