Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Merkel boðar ESB-sambandsríki


Björn Bjarnason
8. nóvember 2012 klukkan 09:22

Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti ræðu í ESB-þinginu miðvikudaginn 7. nóvember. Þar sagði hún að framkvæmdastjórn ESB yrði að lokum ríkisstjórn, ráðherraráð aðilarríkjanna yrði efri deild ESB-þingsins og ESB-þingið fengi meiri völd en það hefur á líðandi stundu. Nú skipti hins vegar mestu að leysa vanda evru-svæðisins.

Merkel lagði áherslu á að aldrei yrði unnt að tryggja stöðugleika hins sameiginlega gjaldmiðils nema aðildarríkin væru reiðbúin til að standa að „bindandi“ skuldbindingum um að gera nauðsynlegar ráðstafanir sem fælu í sér meira vald sameiginlegra stofnana. Það yrði að „samræma“ betur stefnuna í launa- og skattamálum án þess „auðvitað“ að brjóta gegn lýðræðislegum aðferðum í einstökum löndum.

Þýskalandskanslari sagði að tilraun til að koma á sambandsríki í Evrópu hefði mistekist þegar Frakkar og Hollendingar hefðu fellt tillögu um stjórnarskrá Evrópu árið 2005.

Hér á síðunni hafa undanfarið birst pistlar um ríkisfjármál og ESB þar sem um þau hefur verið rætt með vísan til ríkisfjármálasamningsins sem ritað var undir á fundi leiðtogaráðs ESB 2. mars 2012. Angela Merkel hafði frumkvæði að þeim samningi. Eftir að François Hollande varð forseti Frakklands var bætt við hann viðhengi þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða evru fjárveitingu til að ýta undir hagvöxt.

Þjóðverjar líta alls ekki þannig á að ríkisfjármálasamningurinn sé einhver endapuntkur. Hann var nauðsynlegur fyrir pólitískan heimamarkað í Þýskalandi til að sýna að um fjárgreiðslur þýskra skattgreiðenda til að standa undir neyðarlánum til óreiðuríkja giltu einhverjar reglur. Þýskir ráðamenn vilja ganga enn lengra til að ná tökum á efnahag einstakra ríkja í gegnum evru- og ESB-samstarfið eins og ræða Merkel á ESB-þinginu sýnir.

Á fyrstu stigum hinnar alvarlegu kreppu sem ríkir á evru-svæðinu féllu orð strax á þann veg að innan ESB nýttu menn erfiðleika til að knýja á um frekara samstarf og draga úr fullveldi ríkja, þjóðum væri best borgið ef sem flestar ákvarðanir væru teknar sem fjærst þeim af teknókrötum. Þetta tal mæltist ekki vel fyrir alls staðar og þá tóku menn að minna á að finna yrði leiðir til að tryggja lýðræðisleg áhrif kjósenda þótt þeir kysu ekki endilega þá sem hefðu ráð þeirra í hendi sér.

Ræða Merkel á ESB-þinginu er flutt fyrir þann hóp stjórnmálamanna innan ESB sem helst vill hlusta á þá sem boða sambandsríki Evrópu. Merkel brást ekki áheyrendum sínum. Þarna lýsti hún lokamarkmiði ríkisstjórnar sinnar, að til yrði sambandsríki í Evrópu undir einni ríkisstjórn og með efri deild sem minnti á öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem fulltrúar einstakra ríkja Bandaríkjanna sitja.

Þegar ESB-aðildarsinnar hér á landi rökstyðja skoðun sína segja þeir gjarnan að án ESB væru Evrópuríki á barmi styrjaldar, ESB hefði tekist að tryggja frið í álfunni. Þeir líta með öðrum orðum til baka en eru tregir til að ræða framtíðina og hvað hún ber í skauti sér í ljósi yfirlýsinga forystumanna á borð við Angelu Merkel.

Ástæðan fyrir þessari fortíðardýrkun ESB-aðildarsinna er augljós. Þeir vita að ekki er deilt um að samstarfið innan ESB er betri kostur en togstreitan sem ríkti í Evrópu fram undir miðja síðustu öld og leiddi til tveggja heimsstyrjalda. Fortíðarhyggjan leysir hins vegar ekki vandamál líðandi stundar sem að mati ESB-forystumanna krefst enn frekara framsal fullveldis ríkja en orðið hefur til þessa innan ESB. Í ESB-aðildarviðræðum Íslands ræða menn framtíðina en ekki fortíðina.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS