Frá sjónarhóli andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er það hlé, sem gert hefur verið á viðræðum aðeins áfangi að settu marki. Á meðan það „hlé“ stendur yfir hefur Ísland enn stöðu umsóknarríkis í Brussel. Og á meðan umræður snúast fyrst og fremst um, hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um það hvort og þá hvenær hefja eigi viðræður á ný er staðan eftir sem áður óbreytt sú að aðildarumsóknin er á sínum stað, Ísland hefur stöðu umsóknarríkis og aðildarviðræður gætu hafizt á ný í kjölfar sviptibylja á vettvangi stjórnmálanna.
Þetta er auðvitað óviðunandi staða frá sjónarhóli andstæðinga aðildar.
Og í þessu felst að það hefur enginn lokasigur verið unninn í þessu máli, heldur einungis áfangasigur.
Verkefni andstæðinga aðildar er því að stilla saman strengi sína og hefja baráttu fyrir því að þetta mál verði gert upp með því að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Eðlilegt er að þjóðin sjálf taki ákvörðun um það grundvallaratriði í þjóðaratkvæðagreiðslu og nauðsynlegt er að sú ákvörðun verði tekin á næstu misserum.
Yfirlýsingar ráðherra í núverandi ríkisstjórn hafa verið misvísandi og bent til að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi ekki hugsað málið til enda. Þess vegna hefur ákveðinn vandræðagangur einkennt umræður þeirra um málið.
Við þurfum að fá hreinar línur í afstöðu okkar sem þjóðar til aðildar að Evrópusambandinu. Þær fást með þeim hætt, sem hér hefur verið fjallað um. Og það sem meira er: Um þessa leið á að geta tekizt samstaða á milli andstæðing aðildar og aðildarsinna.
Aðildarsinnar hljóta að fagna því að þjóðin sjálf fái tækifæri til að kveða upp úr um málið. Þar með fá þeir tækifæri til að berjast fyrir sínum málstað.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...