Silvio Berlusconi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu um miðjan nóvember 2011. Hann gerði þetta að kröfu ráðandi afla innan Evrópusambandsins bæðí í stofnunum þess í Brussel og í Berlín og París. Þess var krafist að í stað hans yrði maður hliðhollur Brusselmönnum forsætisráðherra Ítalíu og varð Mario Monti fyrir valinu. Hann hafði áður setið í framkvæmdastjórn ESB. Voru forsætisráðherraskiptin sett sem skilyrði fyrir efnahagslegum stuðningi af hálfu ESB og Seðlabanka Evrópu við Ítali.
Skömmu áður en sagt var frá afsögn Berlusconis höfðu þær fréttir borist frá Aþenu að George Papandreou forsætisráðherra hefði sagt af sér. Lucas Papademos tók við embættinu en hann hafði áður setið í bankastjórn Seðlabanka Evrópu. Að skipt var um forystumann í ríkisstjórn Grikklands mátti rekja beint til krafna frá Brussel, Berlín og París. Papandreou þótti ekki standa sig nógu vel við að útfæra skilyrði Evrópusambandsins vegna fjárhagsaðstoðar við Grikki.
Á Ítalíu og Grikklandi var þrýstingur af hálfu ESB-valdamanna svo mikill að þjóðþing landanna létu sig hafa það að velta kjörnum fulltrúum úr embætti forsætisráðherra og velja ESB-teknókrata í þeirra staða. Raunar ætti frekar að tala um fjárkúgun en þrýsting því að þjóðþingunum og þjóðunum var hótað að ekki yrði um neina fjárhagslega eða efnahagslega aðstoð að ræða af hálfu ESB nema ríkisstjórnir landanna lytu forystu manna að skapi ESB.
Ekki er nokkur vafi á að þessi pólitísku uppskipti að kröfu ESB skilja eftir sár í stjórnmálalífi Ítalíu og Grikklands sem seint munu gróa þótt uppgjörið hafi dregist vegna þess hve stjórnmálamenn þessara landa eiga enn mikið undir velvild ráðamanna í Brussel, Berlín og París.
Á þessari íhlutunarstefnu ESB í innri málefni ríkja sem eru háð Brusselvaldinu er íslenskur vinkill, ef þannig má að orði komast, sem skýrst hefur eftir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og umræður um hana.
Aðildarviðræður fulltrúa Íslands og ESB sigldu í strand fyrri hluta árs 2011. Þrátt fyrir eindregin tilmæli utanríkisráðherra Íslands sumarið 2011 lét ESB hjá líða að hefja viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál. Undir lok nóvember 2011 veittist Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harkalega að Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, undir því yfirvarpi að hann hefði staðið rangt að gerð frumvarps um stjórn fiskveiða.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, flokks Jóns, stóð ekki með flokksbróður sínum. Flokksformaðurinn svaraði eftir að Jón sætti árás Jóhönnu: „Já, Jón er ráðherra og nýtur að sjálfsögðu stuðnings meðan hann er þar … en það útilokar ekki breytingar.“ Steingrímur J. sagðist einnig ganga út frá því að menn mundu styðja ríkisstjórnina óháð því hvort þeir sætu í henni sjálfir eða ekki, annars yrðu 32 menn að sitja í ríkisstjórn! Jón var rekinn úr ríkisstjórninni 31. desember 2011 og Steingrímur J. tók við embætti hans.
Á þessum tíma og síðan hafa ESB-aðildarsinnar lýst Jóni Bjarnasyni sem dragbíti, hann hafi spillt fyrir ESB-aðildarviðræðunum. Gefið hefur verið til kynna að vegna afstöðu hans hafi ekkert gerst í viðræðunum um sjávarútvegsmál. Nú er ljóst fyrir að allt eru þetta ósannindi. Brusselmenn stöðvuðu viðræðurnar um sjávarútvegsmál.
Jóhanna, Steingrímur J. og Össur töldu nóg að fara að dæmi Grikkja og Ítala, skipta um ráðherra til að þóknast ESB. Steingrímur J. fór til Brussel undir lok janúar 2012 til að lýsa hollustu við ESB. Allt kom fyrir ekki. ESB krafðist breytinga á umboði íslensku viðræðunefndarinnar og við það sat eins „grætilegt“ og þar var að mati Steingríms J.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...