Jóhanna Sigurðardóttir er í öngstræti með ríkisstjórn sína. Hún segir eitt í dag og annað á morgun í von um, að það geti lengt líf stjórnarinnar. Fimmtudaginn 4. nóvember er haft eftir henni, að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið, hún hafi víst burði til að stjórna landinu. Miðvikudaginn 3. nóvember var haft eftir henni að ríkisstjórnin þyrfti á aðstoð stjórnarandstöðunnar að halda til að koma málum af stað og skapa störf.
Ótti fór um stjórnarliða mánudaginn 1. nóvember, þegar fylgi ríkisstjórnarinnar, 30%, var orðið minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins, 36%. Samanlagt fylgi Samfylkingar og vinstri-grænna var 36%. Allir kvarðar sýndu með öðrum orðum að ríkisstjórnin og flokkar hennar nutu sífellt minna trausts og álits.
Jóhanna sagði þá, að hún ætlaði að taka upp viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um skilyrði hans gagnvart Íslandi. Það kæmi bara „í ljós“, hvort það skilaði einhverjum árangri. Síðan setti hún gömlu plötuna um samstarf við stjórnarandstöðuna á fóninn. Þegar ljóst var að stjórnarandstaðan vildi ekki spila og syngja með Jóhönnu í biðinni eftir útreikningum sem hafa átt að koma „eftir helgi“ í þrjár vikur eða fjórar, sagði hún, að stjórn sín myndi víst lifa út kjörtímabilið.
Innan Samfylkingarinnar magnast umræður um, hvernig best sé að losna við Jóhönnu úr forsætisráðherrastólnum. Þetta gangi ekki lengur. Þar vita menn best um þrjósku Jóhönnu. Hún láti sér ekki segjast fyrr en í fulla hnefana. Hika menn enn að beita þeirri hörku sem þarf til að hún átti sig á raunverulegri stöðu mála. Æ fleiri átta sig hins vegar á því að þar með eru þeir orðnir meðvirkir í óheillaþróun.
Um leið og ótti magnast bakvið tjöldin í Samfylkingunni grípa áróðurmenn hennar til gagnsóknar í von um að geta bætt stöðu flokksins. Fjögur dæmi um það sjást í fjölmiðlum fimmtudaginn fjórða nóvember.
Áróðursherferðin í þágu Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki vel litin af öllum innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem hún verður meiri frá þeim sem standa henni næst, Stefáni Ólafssyni og Hrannari B., þeim mun líklegar er að fólk í öðrum örmum flokksins láti til sín heyra á opinberum vettvangi.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.
Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag
Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.
Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópusambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.