Sunnudagurinn 29. maí 2022

Vinir Jóhönnu hefja gagnsókn úr öngstrætinu


Björn Bjarnason
4. nóvember 2010 klukkan 14:09

Jóhanna Sigurðardóttir er í öngstræti með ríkisstjórn sína. Hún segir eitt í dag og annað á morgun í von um, að það geti lengt líf stjórnarinnar. Fimmtudaginn 4. nóvember er haft eftir henni, að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið, hún hafi víst burði til að stjórna landinu. Miðvikudaginn 3. nóvember var haft eftir henni að ríkisstjórnin þyrfti á aðstoð stjórnarandstöðunnar að halda til að koma málum af stað og skapa störf.

Ótti fór um stjórnarliða mánudaginn 1. nóvember, þegar fylgi ríkisstjórnarinnar, 30%, var orðið minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins, 36%. Samanlagt fylgi Samfylkingar og vinstri-grænna var 36%. Allir kvarðar sýndu með öðrum orðum að ríkisstjórnin og flokkar hennar nutu sífellt minna trausts og álits.

Jóhanna sagði þá, að hún ætlaði að taka upp viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um skilyrði hans gagnvart Íslandi. Það kæmi bara „í ljós“, hvort það skilaði einhverjum árangri. Síðan setti hún gömlu plötuna um samstarf við stjórnarandstöðuna á fóninn. Þegar ljóst var að stjórnarandstaðan vildi ekki spila og syngja með Jóhönnu í biðinni eftir útreikningum sem hafa átt að koma „eftir helgi“ í þrjár vikur eða fjórar, sagði hún, að stjórn sín myndi víst lifa út kjörtímabilið.

Innan Samfylkingarinnar magnast umræður um, hvernig best sé að losna við Jóhönnu úr forsætisráðherrastólnum. Þetta gangi ekki lengur. Þar vita menn best um þrjósku Jóhönnu. Hún láti sér ekki segjast fyrr en í fulla hnefana. Hika menn enn að beita þeirri hörku sem þarf til að hún átti sig á raunverulegri stöðu mála. Æ fleiri átta sig hins vegar á því að þar með eru þeir orðnir meðvirkir í óheillaþróun.

Um leið og ótti magnast bakvið tjöldin í Samfylkingunni grípa áróðurmenn hennar til gagnsóknar í von um að geta bætt stöðu flokksins. Fjögur dæmi um það sjást í fjölmiðlum fimmtudaginn fjórða nóvember.

  • 1. Fréttablaðið birtir forsíðufrétt með súluriti eftir Stefán Ólafsson, prófessor, og sérfræðing Samfylkingarinnar við útbreiðslu þess boðskapar að í raun hafi fólk það betra hér á landi nú en áður, af því að laun hálaunamanna hafi lækkað meira en láglaunafólks. Það hafi með öðrum orðið jöfnuður niður en ekki upp.
  • 2. Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu, ritar grein í Fréttablaðið þar sem hann skýrir fylgisleysi Jóhönnu á þann veg að þjóðin sé að ganga í gegnum „sorgarferli“. Mikilvægur hluti af endurreisninni eftir hrun sé að sigrast á þessum niðurbrjótandi tilfinningum og koma í veg fyrir að neikvæðnin grafi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Allir hafi hlutverki að gegna í þessum efnum en fjölmiðlar, stjórnmálamenn og talsmenn hagsmunasamtaka verði að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú sem sé ástæða til að gleðjast með Jóhönnu.
  • 3. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sleit stöðugleikasáttmálanum og samstarfi um hann við ríkisstjórnina vegna þess að hann kunni ekki við vinnubrögð Jóhönnu er sendur út af örkinni og flytur ávarp í hádegisfréttum RÚV um að stjórnarandstaða eigi að vinna með Jóhönnu. Sjálfstæðismenn hafi ekkert með að hampa tillögum sem þeir hafi mótað og kynnt. Þeir geti ekki látið eins þeir hafi „fundið lausnina“.
  • 4. Fréttastofa ríkisútvarpsins er hætt að segja frá því að boðað sé til mótmæla á Austurvelli. Höfðu þau verið boðuð klukkan 14.00 þegar þing kemur saman að nýju eftir þing Norðurlandaráðs. Í þessu felst algjör stefnubreyting af hálfu fréttastofunnar sem gjarnan hefur lagt slíkum fundarboðendum mest lið og óhikað sagt frá aðgerðum þeirra eða sýnt beint. Minnist ég þess, að stundum virtust fréttamenn RÚV með hinum fyrstu á mótmælavettvang og kölluðu frásagnir þeirra greinilega fleiri á staðinn.

Áróðursherferðin í þágu Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki vel litin af öllum innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem hún verður meiri frá þeim sem standa henni næst, Stefáni Ólafssyni og Hrannari B., þeim mun líklegar er að fólk í öðrum örmum flokksins láti til sín heyra á opinberum vettvangi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS