Fimm milljarðar til að stuðla að samheldni í ESB
Íslendingar lögðu á árabilinu 2004-2009 um 29 milljónir evra til að „draga úr félagslegu og efnahagslegu misræmi í Evrópu“ með fjárveitingum til EES-styrkja. Þetta eru um 5 milljarðar íslenzkra króna.
Með hæstu útgjöldum í heimi en árangur slakur
Útgjöld á mann til menntamála á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi segir í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða um 7% af vergri þjóðarframleiðslu. Hins vegar bregður svo við að árangur nemenda við lok skyldunáms er undir meðaltali aðildarríkja Evrópusambandsins.
Vilja banna stöðutöku gegn hagsmunum viðskiptavina
Á Bandaríkjaþingi er nú til umræðu að banna fjármálafyrirtækjum með lögum að taka stöðu gegn hagsmunum viðskiptavina þeirra, þegar um er að ræða viðskipti, sem þau hafa séð um í þeirra þágu. Þessi áform eru komin upp vegna ásakana á hendur Goldman Sachs um að fyrirtækið hafi gert þetta í einhverjum tilvikum.
Fjármálakreppu innan ESB afstýrt-pólitísk átök framundan
Fjármálakreppu innan Evrópusambandsins hefur verið afstýrt en pólitísk átök eru framundan um hvert ESB skuli stefna. Seðlabanki Evrópu hefur misst þá sterku stöðu, sem hann hefur haft og tekið við fyrirmælum frá stjórnmálamönnum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna við Miðjarðarhaf. Sarkozy, Frakklandsforseti hefur unnið sigur í baráttu sinni fyrir sameiginlegri efnahagsstefnu ESB-ríkja.
Dýrkeypt aðferð við að bjarga evru
Markaðir brugðust vel við, eftir að tilkynnt var, að ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætluðu að verja allt að 750 milljörðum evra til að bjarga evru-ríkjum í neyð og þar með evrunni. Því er hins vegar spáð, að aðferðin, sem beitt var til að komast að þessari niðurstöðu eigi eftir að draga dilk á eftir sér innan Evrópusambandsins.
Áhlaupi spákaupmanna hrint en...
Evrópusambandsríkin náðu afgerandi árangri í gær með risavöxnum aðgerðum þeirra og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til styrktar evrunni og til þess að hrinda áhlaupi spákaupmanna á þau evruríki, sem hafa staðið veikast efnahagslega.