Þýski samgönguráðherrann gagnrýnir ESB vegna öskuflugbanns
Peter Ramsauer, samgönguráðherra Þýskalands, hefur harðlega gagnrýnt „ranga forgangsröðun“ í Brussel, þegar tekist var á við afleiðingar öskufallsins frá Eyjafjallajökli.
DF vill spara í túlkaþjónustu fyrir útlendinga
Danski þjóðarflokkurinn (DF) vill, að útlendingar, sem þurfa túlk í samskiptum sínum við sveitarfélög, sjúkrahús, í skólum eða gagnvart dómstólum standi sjálfir straum af kostnaði við túlkaþjónustuna. Er þetta hluti tillagna flokksins í samningaviðræðum um endurskoðun fjárlaga í sparnaðarskyni.
Frakkar deila um eftirlaunaaldur
Eric Woerth, atvinnumálaráðherra Frakka, segir í viðtali við Courrier picard mánudaginn 24. maí, að ríkisstjórn Frakklands vilji „lengja atvinnuþátttöku í lífi hvers manns“, án þess að slá því föstu, að eftirlaunaaldur verði hækkaður. Ráðherrann segir, að í landi, þar sem meðalaldur hafi lengst um...
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands stendur frammi fyrir vaxandi vantrú landsmanna á að hún ráði við verkefni sitt. Yfir 60% Þjóðverja hafa misst trú á forystu Merkel og stuðningur við ríkisstjórn hennar og Frjálsra demókrata hefur ekki verið minni. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í morgun.
Skuldastaða Íra verri en Grikkja 2012
Morgan Kelly, prófessor í hagfræði við háskólann í Dublin á Írlandi heldur því fram, að björgunaraðgerðir stjórnvalda vegna írsku bankanna haustið 2008 muni rústa efnahag Íra og bæta sem nemur 30% af vergri landsframleiðslu við skuldir hins opinbera. “
Ráðningastopp hjá hinu opinbera í Bretlandi
George Osborne, fjármálaráðherra Breta, kynnir í dag fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Camerons í Bretlandi til niðurskurðar á ríkisútgjöldum. Um er að ræða niðurskurð sem nemur 6 milljörðum sterlingspunda.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fréttum frá Bretlandi í morgun og um helgina um væntanlegan niðurskurð opinberra útgjalda þar í landi. En gert er ráð fyrir, að hinn nýi brezki fjármálaráðherra, George Osborne kynni fyrstu ráðstafanir í þeim efnum í dag. Það sem vekur athygli er að brezka ríkisstjórnin byrjar á tiltölulega lágum kostnaðarþáttum í útgjöldum hins opinbera.
Utanríkisráðherra Dana í stífum mótbyr
Samkvæmt viðhorfskönnun, sem danska blaðið Berlingske Tidende birti laugardaginn 22. maí, hefur traust Dana í garð Lene Espersen, formanns Íhaldsflokksins, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra, hrunið síðustu mánuði. Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, er eini stjórnmálamaðurinn, s...