Rússar undirbúa olíuvinnslu í Norður-Íshafi
Nokkur rússnesk olíufyrirtæki hafa sótt um borunarleyfi í Barents-, Kara, og Pechora-höfum undan heimskautsströnd Rússlands. Eins og málum er háttað er hvergi verið að vinna olíu eða gas af hafsbotni á yfirráðasvæði Rússa í Norður-Íshafi. Áhugi á því virðist vera að aukast að sögn vefsíðunnar BarentsObserver, þar sem ísbráðnun auðveldi olíufyrirtækjum að sækja út á hafið.
Viðvörunarljós til að styrkja evruna
Herman Van Ropmuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í ræðu á fundi efnahags- og félagsmálanefndar ESB fimmtudaginn 27. maí, að víðtæk samstaða væri um það á pólitískum vettvangi innan ESB að settar yrðu nýjar reglur um fjármálastjórn ESB-ríkja, sem kveiktu á viðvörunarljósum, áður en fj...
Fjárlagastjóri ESB: Áhyggjur af ESB-efahyggju í Berlín
Fjárlagastjóri ESB hrósaði Þjóðverjum fimmtudaginn 27. maí og líkti þeim við klettinn í hafinu í skuldafárviðri undanfarinna vikna en lýsti jafnframt áhyggjum yfir því, að ESB-efahyggja væri að grafa um sig í öflugasta efnahagsveldi sambandsins. „Í krísunni er Þýskaland kletturinn í hafinu og þar...
The New York Times gagnrýnir Þjóðverja harðlega
The New York Times ræðst harkalega á Þjóðverja í leiðara sínum fimmtudaginn 27. maí og sakar þá um að snúa baki við fyrri hollustu við Evrópusambandið og hugsa aðeins um eigin hag, þegar mest á reyni í efnahagsmálum Evrópu. Þeir þakki sjálfum sér árangur liðinna ára innan Evrópusambandsins og séu að...
Bresk skýrsla: Katla fer að gjósa
Evrópumenn óttast, að Katla taki brátt að gjósa og kunni að valda enn frekari truflun á flugsamgöngum hjá þeim.
Tökum áskorun ESA um lögfræðilega Icesave-orrustu
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ber að sjá til þess, að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar og aðgerðir aðildarríkja samningsins séu lögmætar.