Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Sunnudagurinn 4. júlí 2010

«
3. júlí

4. júlí 2010
»
5. júlí
Fréttir

Komorowski nýr forseti Póllands

Bromislaw Komorowski sigraði í seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi 4. júlí. Hann atti kapps við Jaroslaw Kaczynski, fyrrverandi forsætis­ráðherra og tvíburabróður Lechs, forseta Póllands, sem fórst í flugslysi í Smolensk í Rússlandi fyrir þremur mánuðum. Komorowski, sem þá var forseti pólska ...

Malta og Lettland fordæmi um sérlausnir í sjávar­útvegsmálum

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart ESB og aðalsamningamaður Íslands í aðlögunarviðræðunum við Evrópu­sambandið, telur, að sérlausnir, sem aðrar þjóðir hafi fengið við aðild að ESB, dugi Íslendingum sem fordæmi til að vernda sjávar­útveg og landbúnað Íslendinga.

23 milljónir manna atvinnulausir í ESB í maí 2010 - 9,5%

Eurostat, hagstofa ESB, telur, að 23.127 milljón karlar og konur í ESB-ríkjunum 27, þar af 15.789 milljón í evru-löndunum 16, hafi verið án atvinnu í maí 2010. Miðað við apríl 2010 fækkaði atvinnulausum um 37.000 í ESB-ríkjunum 27. Á evru-svæðinu fjölgaði atvinnulausum hins vegar um 35.000. Mi...

Aðhaldshreyfing breiðist út í Bandaríkjunum

Obama, Bandaríkja­forseti, varð undir í ágreiningi leiðtoga G-20 ríkjanna í Kanada á dögunum um það hvort leggja ætti meiri áherzlu á aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum eða nýja innspýtingu í efnahagslífið, segir brezka blaðið The Independent on Sunday í dag og bætir því við að nú sé það sama að gerast á Bandaríkjaþingi.

Allt að 40% niðurskurður í Bretlandi

Brezka sunnudagsblaðið The Observer segir frá því í dag að brezka ríkis­stjórnin undirbúi nú allt að 40% niðurskurð útgjalda í einstökum ráðuneytum á næstu 4 árum. Heilbrigðiskerfið er þó undanskilið að mestu og menntamál og varnarmál að verulegu leyti.

Goldman Sachs spáir nýjum samdrætti á heimsvísu

Einn helzti hag­fræðingur bandaríska fjármála­fyrirtækisins Goldman Sachs varar við því í grein í Sunday Telegraph í London í dag að nýr samdráttur í efnahagsmálum á heimsvísu geti verið í aðsigi. Hag­fræðingurinn Jim O´Neill byggir þessa spá á nýjum hagtölum frá Kína og Bandaríkjunum. Hann segir vísbendingar um að hagvöxtur verði minni í Kína á þessu ári en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Í pottinum

Sjálfur Egill tekur í lurginn á pottverjum

Pottverjar sjá, að þeir eru orðnir umræðuefni sjálfs Egils Helgasonar, sem segir á vefsíðu sinni 4. júlí: "Skyldi einhver efast um að allt sé upp í loft í Sjálfstæðis­flokknum, þá má benda á þennan vef sem Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson halda úti. Hann ber þess vitni hversu óþolið gagnva...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS