Putin bannar kornsölu - hveitimarkaðir í uppnámi
Vladimir V. Putin, forsætisráðherra Rússlands, bannaði allan kornútflutning frá Rússlandi á þessu ári með einhliða yfirlýsingu fimmtudaginn 5. ágúst, eftir að milljónir ekra af rússneskum hveitiökrum hafa skrælnað vegna mikilla þurrka. Verð á hveiti hækkaði um heim allan vegna bannsins. Sérfræðingar...
Grikkir fá góða einkunn-bjartari horfur í Evrópu
Grikkir fengu góða einkunn hjá sendinefndum AGS og ESB, sem tóku út fyrir nokkrum dögum þann árangur, sem þeir hafa náð frá því að björgunaraðgerðir AGS/ESB komu til sögunnar. Og þar með er ljóst að þeir fá næstu greiðslu úr björgunarsjóðnum eftir nokkrar vikur, sem nemur 9 milljörðum evra.
Blaðamanni þýzka dagblaðsins Stuttgarter Zeitung var skemmt, þegar hann fylgdist með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á blaðamannafundi í Brussel í síðustu viku í kjölfar ríkjaráðstefnunnar. Hann lýsir málflutningi Össurar á þann veg, að „eyríkið sýni mikinn ákafa“ í upphafi samningaviðræðna.