Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 19. ágúst 2010

«
18. ágúst

19. ágúst 2010
»
20. ágúst
Fréttir

Heimssýn og Ísafold: fundur um krónuna og evruna í Öskju í dag

Heimssýn og Ísafold standa fyrir fundi í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í dag, föstudaginn 20. ágúst kl. 17.00. Fundarefnið er: krónan eða evran. Hvor myntin er betri fyrir Ísland? Á fundinum mun sænski hag­fræðingurinn Stefan de Vylder flytja fyrirlestur um þetta efni en hann er með ...

ESB fylgist með brottflutningi sígauna

Evrópu­sambandið mun fylgjast með því, að Frakkar fylgi lögum og reglum ESB við brottflutning sígauna, svo­nefnds Romafólks, frá Frakklandi. Frakkar ætla að loka 300 búðum sígauna fyrir lok ágúst og hafa þegar lokað 51 þeirra. Tæplega 80 einstaklingar hafa samþykkt að fara af fúsum og frjálsum vilja og fengu greiddar 300 evrur hver.

Framleiðslustarfsemi flutt frá Kína vegna aukins kostnaðar

Nú telja sér­fræðingar að sögn Daily Telegraph, að alþjóðleg fyrirtæki, sem á undanförnum árum hafa flutt framleiðslustarfsemi sína til Kína muni flytja framleiðslu sína þaðan vegna hækkandi launakostnaðar og annars kostnaðar og leita til ódýrari svæða.. Jafnvel eru dæmi um að bandarískt fyrirtæk...

Framkvæmda­stjórn ESB gagnrýnd fyrir lítinn stuðning við Pakistan og Rússland

Framkvæmda­stjórn ESB í Brussel liggur undir ámæli fyrir að að veita mjög tak­markaðan fjárhagslegan stuðning til Pakistan vegna flóðanna þar. Raunar svo mjög, að Frakklands­forseti sendi Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar­innar bréf sl. sunnudag, þar sem hann lýsti þeirri skoðun, að Brussel gæti gert betur.

Leiðarar

Makríll og pólitísk hrossakaup innan ESB

Fiskimiðin í Norður-Atlantshafi eru mikilvæg öllum þeim þjóðum, sem hagsmuna eiga að gæta á þeim. Þess vegna er skiljanlegt að alltaf við og við komi upp ágreiningur þeirra í milli, ekki sízt þegar um er að ræða fiski­stofna eins og makrílinn, sem ganga inn og út úr lögsöu margra þjóða.

Í pottinum

Þorvaldur Gylfason: „hálfvolg“ umsókn um aðild að ESB

Það syrtir í álinn fyrir ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Stuðningsmenn hennar einn af öðrum lýsa vantrú á það, sem hún er að gera. Það hefur Guðmundur Ólafsson, hag­fræðingur gert. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfiundur hefur enga trú á ESB-umsókninni eigi hún að verða mál Samfylkingar­innar einnar og nú hefur Þorvaldur Gylfason, prófessor bætzt í hópinn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS