Miðvikudagurinn 10. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 24. ágúst 2010

«
23. ágúst

24. ágúst 2010
»
25. ágúst
Fréttir

Svissneski utanríkis­ráðherrann vill nýja samstarfsgrundvöll við ESB

Micheline Calmy-Rey, utanríkis­ráðherra Sviss, sagði mánudaginn 23. ágúst, að tengsl Sviss við ESB væru „varla viðunandi“ og hvatti til þess, að ný úrræði yrðu fundin til að treysta samband Svisslendinga við nágranna sína. Orð ráðherrans féllu í Interlaken á árlegum fundi utanríkis­ráðherra Sviss m...

ESB lofar Skotum að beita sér gegn Færeyingum og Íslendingum vegna makríls

Skotar telja, að ný staða hafi myndast í makríldeilunni milli ESB og Íslands og Færeyja þriðjudaginn 24. ágúst, þegar Richard Lochhead, sjávar­útvegs­ráðherra Skota, sagði, að hann hafi verið „fullvissaður um“, að ESB ætli heilshugar að beita sér fyrir lausn deilunnar. Ráðherrann sagði, að afstaða ES...

Össur gerir lítið úr Jóni Bjarnasyni og segir hann ekki skilja stöðu Íslands gagnvart ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, talar niður til Jóns Bjarnasonar, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, á vefsíðunni Pressunni 24. ágúst og telur hann ekki hafa þann skilning á stöðu Íslands gagnvart ESB, sem Össur telur réttann. Segir Össur, að Jón Bjarnason tali „tóma vitleysu“ og þurfi a...

Vilja ræða IPA-verkefni í þing­nefnd

Tveir þingmenn Sjálfstæðis­flokksins, þeir Einar K. Guðfinnsson og Jón Gunnarsson hafa óskað eftir því, að á fundi í sjávar­útvegs- og landbúnaðar­nefnd Alþingis verði rætt um áform Evrópu­sambandsins um svokölluð IPA-verkefni á Íslandi og Evrópu­vaktin sagði frá sl. laugardag, að því er fram kemur á...

Olíufundur við Grænland tilkynntur í dag

Brezkt olíu­félag, Cairns Energy, mun að sögn brezka blaðsins Guardian tilkynna olíufund við Grænland, sem talinn er geta komið af stað kapphlaupi um leit að olíu á því svæði.

Velgengni í Þýzkalandi og Frakklandi-stöðnun og samdráttur í öðrum evruríkjum

Velgengni í efnahagsmálum í Þýzkalandi og Frakklandi er ekki að dreifast út til fleiri landa evru­svæðisins, segir á euobserver í dag. Í öðrum evruríkjum ríkir stöðnun og jafnvel er einhver samdráttur hafinn. Evru­svæðið er því að skiptast í tvær blokkir.

Jón Bjarnason: samninga­nefndin komin út fyrir umboð sitt

Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að samninga­nefnd Íslands í viðræðum við Evrópu­sambandið sé komin út fyrir það umboð, sem hún fékk með samþykkt þingsályktunartillögur Alþingis 16. júlí 2009. Í samtalinu segir Jón Bjarnason: “Að mínu ...

Leiðarar

Mótmæla verður hrokafullum hótunum skoska ESB-þingmannsins

Hrokinn í garð Færeyinga og Íslendinga, sem birtist hjá skoska ESB-þingmanninum Struan Stevenson vegna makríldeilunnar er með ólíkindum. Eins og hér hefur verið sagt frá, líkir hann þjóðunum við víkinga, sem fari um rænandi og ruplandi. Þetta segir hann í tilefni af því, að stjórnvöld í Færeyjum og á Íslandi hafa tekið ákvarðanir um makrílkvóta í ljósi göngu makríls inn í lögsögu landanna.

Pistlar

ESB sinnar og Bjartur í Sumarhúsum

„Dæmið eigi því með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér og dæmdir verða og með þeim mæli sem þér mælið mun yður og verða mælt“. Sjaldan hefur þessi speki frelsarans átt eins vel við og á þessum tímum sem við nú lifum. ESB sinnar hafa líkt okkur aðildar­andstæðingum við Bjart í Sumarhúsum, ég ...

Í pottinum

Er þá ekki sjálfsagt að leggja verkefnin til hliðar og spara milljarðinn, Össur?

Fréttastofa RÚV hefur eftirfarandi eftir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis­ráðherra vegna þeirra ummæla Jóns Bjarnasonar, ráðherra, í Morgunblaðinu í morgun að nú sé kominn tími til að segja stopp en Össur segir að Jón Bjarnason misskilji málið: “Ef nauðsynlegt reynist að breyta lögum eða st...

Hvað misskildi Jón Bjarnason?-Jóhanna og Steingrímur tali skýrar

Samkvæmt fréttum RÚV og mbl.is í hádeginu sögðu Jóhanna Sigurðar­dóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundi að loknum ríkis­stjórnar­fundi, að Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, hefði misskilið áformin um IPA-verkefnin miðað við yfirlýsingar hans í Morgunblaðinu í morgun...

Af hverju þegir Árni Þór um kjarna máls Jóns Bjarnasonar?

Árni Þór Sigurðsson, formaður þing­flokks Vinstri grænna, leiðir algerlega hjá sér kjarna málsins í viðtali Morgunblaðsins í morgun við Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra þegar hann svarar spurningum mbl.is um sjónarmið ráðherrans. Í viðtali þessu vekur Jón Bjarnason athygli...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS