Miđvikudagurinn 26. janúar 2022

Sunnudagurinn 29. ágúst 2010

«
28. ágúst

29. ágúst 2010
»
30. ágúst
Fréttir

Rússar létta á kröfum vegna siglinga Norđurleiđina til Kína

Í fyrsta sinn í sögunni hafa Rússar heimilađ, ađ skip, sem ekki siglir undir rússneskum fána, fái ađ flytja lausan farm siglingaleiđina fyrir norđan Rússland. Um er ađ rćđa flutning á járngrýti frá Norđur-Noregi til Kína. Leiđin er ţriđjungi styttri en hefđbundnar siglingaleiđir.

Stefnir í uppgjör stjórnar­flokkanna í ESB-ađildarmálinu

Innan beggja stjórnar­flokkanna eru uppi ţau sjónarmiđ, ađ átökin um ESB-ađildarumsóknina leiđi til stjórnar­slita, ef ákveđiđ veriđ ađ hverfa frá núverandi stefnu. Međal ESB-ađildarsinna í stjórnar­liđinu vex ţeirri skođun fylgi, ađ best sé ađ fá úr stöđu málsins skoriđ sem fyrst.

Helsingin Sanomat: tćkifćri fyrir Finna á norđurslóđum

Finnar líta svo á, ađ bráđnun íss á Norđurheimsskautinu og opnun siglingaleiđa til Asíu bćđi til austur og vestur fyrir norđan Rússland og Kanada feli í sér mikil viđskiptatćkifćri fyrir Finnland, segir í grein í Helsingin Sanomat, leiđandi dagblađi í Finnlandi. Í blađinu kemur fram ađ siglingar frá Evrópu til Asíu styttist um ţriđjung auk ţess sem miklar auđlindir séu á ţessum slóđum.

Nánara samstarf milli NATÓ og ESB og viđ Rússland

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins vill auka samvinnu bandalagsins og Evrópu­sambandsins í öryggismálum ađ ţví er fram kemur í Berlingske Tidende í dag. Hann gerir sér vonir um ađ tillögur ţess efnis verđi tilbúnar fyrir leiđtogafund NATÓ í nóvember.

Skortur á faglćrđu fólki í Ţýzkalandi

Krafturinn í efnahagslífi Ţýzkalands hefur leitt til ţess ađ ţar er nú skortur á starfsfólki, sérstaklega fólki, sem býr yfir ţekkingu á ákveđnum sviđum. Ţótt atvinnuleysi í Ţýzkalandi sé nú 7,6% segja 70% fyrirtćki í Ţýzkalandi ađ ţau eigi í erfiđleikum međ ađ fá faglćrt fólk til starfa. Ţannig hefur ekki tekizt ađ ráđa í 36 ţúsund tćknistörf og 43 ţúsund störf í upplýsinga­geiranum.

Grikkir hafa greitt látnu fólki lífeyri

Grísk stjórnvöld hafa uppgötvađ ađ ţau hafa greitt 321 einstaklingi, sem taldir voru hafa náđ m eira en 100 ára aldri, lífeyri, ţótt fólkiđ vćri látiđ. Ţetta hefur komiđ í ljós í ţeim ađgerđum, sem nú standa yfir til ţess ađ draga úr kostnađi hins opinbera í Grikklandi og skera niđur útgjöld. Peningarnir hafa veriđ lagđir inn á bankareikninga hinna látnu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS