Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 29. september 2010

«
28. september

29. september 2010
»
30. september
Fréttir

ESB-þingið: Aðild Íslands tryggir ESB aðgang að málefnum norðurskautsins

Unnið er að því um þessar mundir að breyta samstarfi milli ESB-þingsins og Alþingis á þann veg, að það taki mið af því, að Ísland er orðið ESB-umsóknarríki.

Geert Wilders tryggir nýrri hollenskri ríkis­stjórn meirihluta

Geert Wilders, hollenski þingmaðurinn, sem leggst hart gegn múslímum í landi sínu ætlar að veita nýrri minnihluta­stjórn í Hollandi hlutleysi eða „þögulan stuðning“ eins og það er orðað í erlendum fjölmiðlum.

Mikill viðbúnaður lög­reglu vegna mótmæla gegn ESB og niðurskurði

Lög­regla myndaði varnarvegg með vegatálmum umhverfis höfðustöðvar ESB í Brussel miðvikudaginn 29. september, þegar tugir þúsunda manna með mótmælaborðum hvaðanaæva að úr Evrópu streymdu í átt að byggingunum til að mótmæla niðurskurði ríkisútgjalda. Svipuð mótmæli hafa verið skipulögð um ESB-svæðið þ...

Frökkum veittur frestur til að skýra Sígauna-brottvísanir betur

Framkvæmda­stjórn ESB hefur frestað því að lögsækja frönsk stjórnvöld vegna brottvísunar Sígauna.

Hart tekist á um niðurskurð breska heraflan

Hart er tekist á um niðurskurð á breska heraflanum í ríkis­stjórn Davids Camerons. Liam Fox, varnarmála­ráðherra, hefur ritað forsætis­ráðherranum bréf og sagt, að hugmyndir um minnkun heraflans séu óverjanlegar. Framkvæmd þeirra kalli á hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum Íhalds­flokksins, fjölmiðlum og hernum.

Þjóðverjar borga síðustu afborgun Versalasamninga á sunnudag

Hinn 3. október n.k. borga Þjóðverjar síðustu afborgun af skulda­bréfum, sem þeir gáfu út til þess að borga nágrannaríkjum sínum stríðsskaðabætur í kjölfar heimsstyrjaldarainnar fyrri. Um þessar stríðsskaðabætur var samið í Versölum veturinn 1919 (ef samninga skyldi kalla). Í upphafi jafngiltu þær ...

Frakkar stefna á vægari niðurskurð en aðrir

Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakklands kynnir í dag tillögur sínar um fjárlög ársins 2011 og segir New York Times í morgun að þar verði farið vægar í niðurskurðaraðgerðir en í ýmsum öðrum evruríkjum.

Írar í miðdepli skuldakreppu evruríkja

Írland er að verða miðdepill umræðna um skuldakreppu evruríkjanna að því er fram kemur í Wall Street Jopurnal í morgun.

Mótmælaaðgerðir að hefjast í Brussel, Madrid og Dublin

Gert er ráð fyrir að um 100 þúsund mótmælendur gangi um götur Brusseel í dag til þess að mótmæla niðurskurði á fjárlögum og skattahækkunum í ríkjum ESB og þó sérstaklega í evrulöndunum. Búizt er við áþekkum mótmælum í Madrid, Dublin og víðar. Á Spáni er þó um að ræða víðtækari aðgerðir en mótmæli. Þar er á ferðinni allsherjarverkfall, hið fyrsta í átta ár.

Leiðarar

Hrunið á Grikklandi og Írlandi verra en á Íslandi?

Það er afar lærdómsríkt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með því, sem er að gerast á Írlandi um þessar mundir en eins og kunnugt er eru Írar aðilar að Evrópu­sambandinu og hafa tekið upp evru. Þeir, sem aðhyllast aðild Íslands að Evrópu­sambandinu og upptöku evru hafa lýst þeirri skoðun, að hefðum við verið í ESB og haft evru sem gjaldmiðil, hefði ekkert hrun orðið á Íslandi.

Pistlar

Landbúnaðarstyrkir ESB og stríðsskaðabætur

Fjárhagur aðildarríkja ESB verður sífelt lakari. Í umræðunni um endurnýjun á hinni sameiginlegu landbúnaðar­stefnu sambandsins verða þær raddir sífellt háværari sem vilja að styrkir séu ekki veittir til framleiðslu á landbúnaðarafurðum.

Í pottinum

Er pólitísk borgarastyrjöld að brjótast út á Íslandi?

Er pólitísk borgarastyrjöld að brjótast út á Íslandi? Meiri líkur eru á því en minni, eftir atkvæða­greiðsluna á Alþingi. Að láta einn stjórnmálamann sitja uppi með ábyrgðina af hruninu fer illa í almenning. Á vettvangi stjórnmálanna hefur sú ákvörðun afleiðingar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS