« 13. október |
■ 14. október 2010 |
» 15. október |
Endurskipulagning NATO og tillögur að grundvallarstefnu samþykktar
Varnar- og utanríkismálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust á sameiginlegum fundi í Brussel fimmtudaginn, 14. október. Þeir lögðu lokahönd á tillögur að nýrri grundvallarstefnu (Strategic Concept) NATO, sem ætlunin er að samþykkja á leiðtogafundi bandalagsins í Lissabon, 19...
Breskir ferðamenn vilja halda sig utan evru-svæðisins og kjósa frekar að sækja á fjarlægar slóðir eða til Evrópuríkja utan evru-svæðisins samkvæmt nýjustu tölum. Á Skyscanner, sem er flugbókunarsíða á vefnum, má sjá, að leit að flugi til evru-svæðisins hefur minnkað um 15% miðað við sama tíma á síðasta ári.
ESB-þingmenn: 6,2 m. króna vinnufundur á 5 stjörnu Madeira-hóteli
Þingflokkur mið-hægrimanna á ESB-þinginu (European People's Party (EPP)) hefur sætt gagnrýni fyrir að skipuleggja vinnfund á portúgölsku eyjunni Madeira fyrir 6,2 milljónir króna á kostnað skattgreiðenda á tímum niðurskurðar.
Mátti Van Rompuy nota embættisbifreið út á flugvöll í frí?
Nú er deilt um það í Brussel, hvort Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins hafi mátt nota embættisbifreið sína til þess að aka sér og fjölskyldu sinni frá Brussel til Charles de Gaulle-flugvallar í París á leið í sumarfrí.
Brezkur fjárfestingarsjóður mótmælir pólitískum fjárstuðningi News Corp.
Brezkur fjárfestingarsjóður hefur gert alvarlegar athugasemdir við fjárstuðning, sem News Corporation, fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdochs, hefur veitt tilteknum aðilum í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í nóvember. Telur sjóðurinn að óeðlilegt sé að ráðstafa fjármunum hluthafa með þessum hætti heldur eigi einstaklingar, sem það vilja veita slíkan stuðning.
ESB: Áhyggjur af fákeppni hinna fjögurra stóru í endurskoðun
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áhyggjur af fákeppni í endurskoðun í Evrópu.
Ísland hverfur sem strandríki með aðild að ESB
Ástæða er til að vekja athygli á því, þegar viðræðum um makríl er að ljúka í London, að þar er talað um, að fulltrúar fjögurra strandríkja ræði saman. Allir átta sig á því, að Noregur, Færeyjar og Ísland eru strandríki. Færri gera sér hins vegar grein fyrir því, að Evrópusambandið er fjórða strandríkið.
Svona talaði Steingrímur J. 17. nóvember 2005!
Svona talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna um Evrópusambandið á Alþingi 17. nóvember 2005!:; "Varðandi samningsmarkmið og slíka hluti þá vil ég leggja áherslu á tvennt í því efni. Það fyrra er að samningssvigrúmið er svo lítið. Ég tel að það sé svolítið villandi að gera sv...