Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Fimmtudagurinn 14. október 2010

«
13. október

14. október 2010
»
15. október
Fréttir

Endur­skipulagning NATO og tillögur að grundvallar­stefnu samþykktar

Varnar- og utanríkis­mála­ráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust á sameiginlegum fundi í Brussel fimmtudaginn, 14. október. Þeir lögðu lokahönd á tillögur að nýrri grundvallar­stefnu (Strategic Concept) NATO, sem ætlunin er að samþykkja á leiðtogafundi bandalagsins í Lissabon, 19...

Bretar forðast evru-svæðið

Breskir ferðamenn vilja halda sig utan evru-svæðisins og kjósa frekar að sækja á fjarlægar slóðir eða til Evrópu­ríkja utan evru-svæðisins samkvæmt nýjustu tölum. Á Skyscanner, sem er flugbókunarsíða á vefnum, má sjá, að leit að flugi til evru-svæðisins hefur minnkað um 15% miðað við sama tíma á síðasta ári.

ESB-þingmenn: 6,2 m. króna vinnufundur á 5 stjörnu Madeira-hóteli

Þing­flokkur mið-hægrimanna á ESB-þinginu (European People's Party (EPP)) hefur sætt gagnrýni fyrir að skipuleggja vinnfund á portúgölsku eyjunni Madeira fyrir 6,2 milljónir króna á kostnað skattgreiðenda á tímum niðurskurðar.

Mátti Van Rompuy nota embættisbifreið út á flugvöll í frí?

Nú er deilt um það í Brussel, hvort Herman Van Rompuy, forseti Evrópu­sambandsins hafi mátt nota embættisbifreið sína til þess að aka sér og fjölskyldu sinni frá Brussel til Charles de Gaulle-flugvallar í París á leið í sumarfrí.

Brezkur fjárfestingar­sjóður mótmælir pólitískum fjárstuðningi News Corp.

Brezkur fjárfestingar­sjóður hefur gert alvarlegar athugasemdir við fjárstuðning, sem News Corporation, fjölmiðla­fyrirtæki Ruperts Murdochs, hefur veitt tilteknum aðilum í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í nóvember. Telur sjóðurinn að óeðlilegt sé að ráðstafa fjármunum hluthafa með þessum hætti heldur eigi einstaklingar, sem það vilja veita slíkan stuðning.

ESB: Áhyggjur af fákeppni hinna fjögurra stóru í endurskoðun

Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins hefur áhyggjur af fákeppni í endurskoðun í Evrópu.

Leiðarar

Ísland hverfur sem strandríki með aðild að ESB

Ástæða er til að vekja athygli á því, þegar viðræðum um makríl er að ljúka í London, að þar er talað um, að fulltrúar fjögurra strandríkja ræði saman. Allir átta sig á því, að Noregur, Færeyjar og Ísland eru strandríki. Færri gera sér hins vegar grein fyrir því, að Evrópu­sambandið er fjórða strandríkið.

Í pottinum

Svona talaði Steingrímur J. 17. nóvember 2005!

Svona talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna um Evrópu­sambandið á Alþingi 17. nóvember 2005!:; "Varðandi samningsmarkmið og slíka hluti þá vil ég leggja áherslu á tvennt í því efni. Það fyrra er að samningssvigrúmið er svo lítið. Ég tel að það sé svolítið villandi að gera sv...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS