« 1. janúar |
■ 2. janúar 2011 |
» 3. janúar |
Stórfyrirtæki kvarta til framkvæmdastjórnar ESB vegna Ungverja
Þrettán stórfyrirtæki í Evrópu hafa hvatt Evrópusambandið til að grípa til refsiaðgerða gegn Ungverjalandi fyrir samkeppnishömlur að því er fram kemur á vefsíðu þýska blaðsins Die Welt sunnudaginn 2. janúar. Fyrirtækin sendi José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, fimm blaðsíðna bréf 1...
Fyrsta olíuleiðslan milli Rússlands og Kína
Fyrsta olíuleiðslan sem tengir mesta olíuframleiðsluríki heims, Rússland, og ríkið þar sem orkuneysla er mest, Kína, er komin til sögunnar. Leiðslan er frá Síberíu til borgarinnar Daqing í Norðaustur-Kína. Hún mun stórauka olíuviðskipti ríkjanna á skömmum tíma.
Ungverjar taka við forystu í ESB - stjórnarháttum líkt við Dýrabæ
Ungverjar tóku í fyrsta sinn við pólitískri forystu í Evrópusambandinu 1. janúar, þegar þeir settust í forsæti í ráðherraráðum ESB. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og ríkisstjórn hans sæta vaxandi gagnrýni vegna nýsettra fjölmiðlalaga í landinu. Tilkynnt hefur verið að framkvæmdastjór...
Þurfa að afla 900 milljarða evra á næstu mánuðum
Ríkisstjórnir og bankar í Evrópu þurfa að afla 900 milljarða evra á fjármálamörkuðum á næstu mánuðum að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Upphæðin skiptist þannig, að bankar þurfa að afla 400 milljarða evra og ríkisstjórnir 500 milljarða evra. Blaðið hefur eftir bankamönnum, að þetta geti reynzt erfitt og að ný skuldakreppa geti verið í aðsigi í Evrópu.
Uppreisn í þingflokki Camerons vegna Evrópumála
David Cameron, forsætisráðherra Breta stendur frammi fyrir uppreisn í eigin þingflokki vegna Evrópumála að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Uppreisnin beinist að nýrri Evrópulöggjöf, sem uppreisnarmenn telja, að feli ekki í sér efndir á loforðum um að allt frekara valdaafsal til Brussel verði lagt undir þjóðaratkvæði í Bretlandi.
Steingrímur J. og jákvæð upplagsþróun Morgunblaðsins
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, lýsir þeirri almennu skoðun í áramótagrein í Morgunblaðinu á gamlársdag, að efnahagur þjóðarinnar sé að eflast á ný en jafnframt hefur hann orð á fækkandi lesendum Morgunblaðsins. Steingrímur J. virðist ekki átta sig á því, að nánast beint samh...