Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Föstudagurinn 7. janúar 2011

«
6. janúar

7. janúar 2011
»
8. janúar
Fréttir

Wagner 200 ára - Wim Wenders stjórnar Hringnum í Bayreuth

Viðræður standa nú yfir milli stjórnenda Wagner-hátíðarinnar í Bayreuth og þýska kvikmynda­leik­stjórans Wim Wenders um að hann stjórni Niflungahringnum á hátíðinni árið 2013 þegar þess verður minnst að 200 verða liðin frá fæðingu Richards Wagners.

Iðnnjósnir hjá Renault til rannsókna hjá leyniþjónustu Frakka

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur falið leyniþjóstu að rannaska grun um iðnnjósnir hjá Renault-bílasmiðjunum. Þrír yfirmenn fyrirtækisins hafa verið reknir frá störfum eftir athugun á hugsanlegum leka á framleiðsluleyndarmálum um rafmagnsbíla til keppinauta. Renault segir að iðnnjósnir skapi alvarlegan ógn vegna framtíðarhagsmuna fyrirtækisins. Franska ríkið á 15% hlut í Renault.

Orban lofar að fylgst verði með framkvæmd fjölmiðla­laganna

Viktor Orban, forsætis­ráðherra Ungverjalands, er fús til að breyta umdeildum fjölmiðla­lögum landsins sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, að loknum fundi með forsætis­ráðherranum í Búdapest föstudaginn 7. janúar. Hann segðist breyta lögunum ef framkvæmda­stjórn ESB krefðist þess....

ESB-framsóknar­menn gera hosur sínar grænar fyrir stjórnar­flokkunum

Framsóknar­menn áhugasamir um ESB og setu í ríkis­stjórn láta meira að sér kveða, eftir því sem ágreiningur magnast meðal vinstri-grænna um Evrópu­sambandsaðild og ESB-aðlögunarskilyrði.

Gamall flug­stjóri eignast D'Angleterre að nýju

Henning Remmen, 80 ára, keypti Hotel D‘Angleterre af Landsbankanum. Í dönskum blöðum segir að árið 2003 hafi hann svarið þess eið að láta aldrei að sér kveða að nýju í Danmörku eftir að upplýst var í DR, danska ríkissjónvarpinu, að Remmen-fjölskyldan hefði farið á svig við skattalög.

Nýjar reglur um banka: geti aldrei aftur tekið skattgreiðendur í gíslingu

Evrópu­sambandið er að undirbúa nýjar reglur um starfsemi banka, sem mundi gera eftirlitsaðilum kleift að taka yfir banka, sem væru á fallanda fæti, reka stjórnar­menn og stjórnendur og afskrifa skuldir banka eða breyta þeim í hlutafé til þess, að koma í veg fyrir að bankakerfið geti á ný tekið skattgreiðendur í gíslingu.

Bretar ná ekki fótfestu á nýjum mörkuðum

Bretar reiða sig um of á bandaríska og evrópska markaði. Verði ekki breyting á þannig að brezkir útflytjendur nái fótfestu á mörkuðum í Asíu og Rómönsku Ameríku mun hagvöxtur í Bretlandi verða hægur fram eftir þessari öld, segir í nýrri skýrslu sem PricewaterhouseCoopers hefur birt í Bretlandi.

Skulda­bréf ESB seldust upp á klukkutíma

Evrópu­sambandið seldi upp á klukkutíma sl. miðvikudag 5 milljarða evra í skulda­bréfum, sem tryggð eru af 27 aðildarríkjum ESB en um er að ræða lið í fjármögnun á neyðaraðstoð til Írlands. Eftirspurn var þrisvar sinnum meiri en upphæð útboðsins. Vaxta­krafan reyndist vera 2,59% en peningarnir verða lánaðir til Íra með 5,51% vöxtum.

Leiðarar

Andrúmsloftið í kringum Össur

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra sagði í samtali við mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins að þing­flokksfundur Vinstri grænna, sem haldinn var sl. miðvikudag hefði „hreinsað loftið“. Hann sagði jafnframt, að deilan innan VG hefði „engin“ áhrif á stöðu ríkis­stjórnar­innar og umsókn Íslands um aðil...

Í pottinum

Samfylkingin ögrar vinstri-grænum með evru-boðskap frá Bifröst

Samfylkingin lætur kné fylgja kviði í ESB-málum gagnvart vinstri-grænum með því að senda spunaliða sinn Eirík Bergmann Einarsson, Evrópu­fræðing á Bifröst, úr hávaðaroki og kulda inn á fréttastofur RÚV og Stöðvar 2 til að boða að skýrsla sem samin var undir handleiðslu Katrínar Jakobsdóttur, varaform...

Pólitískar ráðningar Jóhönnu og skoðun Salvarar Nordal

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, segir í grein í Fréttablaðinu í dag, að pólitísk sjónarmið séu á undanhaldi í ráðningum í stjórnkerfinu og „mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkis­stjórnar en áður hefur tíðkast.“ Ekki er Salvör ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS