« 14. janúar |
■ 15. janúar 2011 |
» 16. janúar |
Norðmönnum mjög lítið um sameiginlega norræna loftrýmisgæslu frá Íslandi
Benson Whitney, sendiherra Bandaríkjanna í Noregi, lýsti tillögum í Stoltenberg-skýrslunni um samvinnu Norðurlanda í öryggismálum sem „draumi í heimskautaþoku“ en í framkvæmd kynnu þær að gagnast við að „hafa auga með ísbjörnum og Rússum“. Þetta segir sendiherrann í sendiskýrslu frá því í mars 2009 ...
Þorsteinn Pálsson sakar VG um ESB-tvöfeldni - alþingi þurfi að taka af skarið
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, sem situr í viðræðunefnd Íslands við ESB segir að „smám saman [sé verið að taka ákvarðanir í viðræðunum sem [séu skuldbindandi fyrir Ísland með fyrirvara um að á endanum verði samkomulag um alla þætti.“
Krugman: Ísland kemur betur út úr kreppunni en Írar og Eystrasaltsríkin
Paul Krugman segir í grein í New York Times í dag, að Íslendingar hafi komið mun betur út úr bankakreppunni en Írar og miklu betur en Eystrasaltsríkin, þegar horft sé til framleiðslu og atvinnu. Ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar gengislækkun og hins vegar sú staðreynd, að lánardrottnar íslenzku bankanna hafi verið látnir sitja uppi með tapið.
Búizt við hækkun stýrivaxta í Bretlandi
Daily Telegraph segir í dag að búast megi við hækkun stýrivaxta í Bretlandi í júní en þeir hafa verið óbreyttir, 0,5%, í tvö ár. Ástæðan er sú, að nýjar tölur sýna verulega hækkun á verði hráefnis, sem notað er til framleiðslu. Það á við um hveiti, sykur, málma og olíu. Þessar hækkanir hafa svo aftur leitt til þess að ávöxtunarkrafa á brezkum skuldabréfum hefur hækkað.
BP og Rosneft taka höndum saman á Norðurslóðum
Brezka olíufélagið BP og rússneska olíufélagið Rosneft hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega olíuleit á norðurslóðum á svæði sem heyrir undir rússneska lögsögu. Þetta kemur fram á BBC í dag.
Neyðarsjóður kaupi skuldabréf evruríkja
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka, hefur lýst sig opna fyrir hugmyndum um að neyðarsjóður ESB fái heimild til þess að kaupa skuldabréf evruríkja. Þetta kom fram á blaðamannafundi hennar í gær, föstudag, og sagt er frá í Financial Times. Þessar hugmyndir verða ræddar á fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudag.
Uppgjöf ríkisstjórnarinnar gagnvart refsiaðgerðum ESB
Fréttir erlendra fjölmiðla af viðbrögðum Íslendinga við ákvörðun Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, um að setja löndunarbann á makríl íslenskra skipa bera með sér, að Íslendingar ætli ekki að andmæla ákvörðun ESB. Þeir telji skipta höfuðmáli að semja um lausn makrílmálsins. Tónninn sá að íslens...
Stjórnmálaskýringar Baldurs Þórhallssonar í útlöndum
Það er óneitanlega athyglisvert að sjá, hvernig Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands skýrir stöðu mála á Íslandi vegna aðildarumsóknarinnar að ESB fyrir áhrifamönnum í Evrópu. Baldur flutti erindi um málið á fundi á vegum utanríkismálanefndar Evrópuþingsins í fyrradag.