« 1. febrúar |
■ 2. febrúar 2011 |
» 3. febrúar |
Efnahagslögsagan undir ESB - Össur áréttar að Ísland sé strandríki
Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirlögfræðingur ráðherráðs ESB, sat fyrir svörum Þóru Arnórsdóttur í Kastljósi 1. febrúar. Þar sagði hann að Íslendingar yrðu að átta sig á því að hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB ylli því að efnahagslögsaga Íslands yrði að efnahagslögsögu ESB og ráðstöfun á a...
Opinberir starfsmenn í Hessen mega ekki vera í búrkum
Embættismönnum í þýska sambandslandinu Hessen er nú bannað að klæðast búrkum.
Líkur á málhöfðun ESB gegn Ungverjalandi minnka
Líkur á því að framkvæmdastjórn ESB höfði mál gegn ungversku ríkisstjórninni vegna umdeildra fjölmiðlalaga hafa minnkað eftir að stjórnvöld í Búdapest hétu því að breyta lögunum, ef nauðsyn krefðist.
Martin Wolf: Aukið regluverk-lækkun skulda afleiðing fjármálakreppu
Martin Wolf, einn helzti sérfræðingur Financial Times í efnahagsmálum og fjármálum, skrifar hugleiðingar í blað sitt í framhaldi af umræðum í Davos um hvað hafi breytzt í kjölfar fjármálakreppunnar. Eitt af því segir hann vera að tími stöðugt aukins frjálsræðis í viðskiptum (deregulation) sé liðinn. Þetta eigi sérstaklega við um bankana og önnur fjármálafyrirtæki.
Strauss-Khan: Uppsveifla á ótraustum grunni
Samkvæmt fréttum í Daily Telegraph hefur Dominique Strauss-Khan, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins varað við því að efnahagsleg uppsveifla á heimsvísu geti verið á ótraustum grunni byggð. Hann bendi á að ríku þjóðirnar séu fastar í atvinnuleysi en rísandi efnahagsveldi eins og Kína, Indland og Brazilía standi frammi fyrir hættu á ofhitnun efnahagskerfisins.
Andstæðingar aðildar þurfa að kynna sjónarmið sín erlendis
Það hefur komið skýrt í ljós að undanförnu, að utanríkisráðherra og embættismönnum hans er ekki treystandi til að gefa forráðamönnum ESB og einstakra aðildarríkja þess réttar upplýsingar um viðhorf hér á Íslandi til aðildar að Evrópusambandinu.
Jóhanna og Samfylking á hröðu undanhaldi í stjórnlagaþingsmálinu
Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin eru á undanhaldi í stjórnlagaþingsmálinu. Daginn sem Hæstiréttur komst að sinni niðurstöðu voru fyrstu viðbrögð forystumanna Samfylkingar að láta þingið skipa þá 25 einstaklinga, sem kjörnir höfðu verið í hinni ógildu kosningu í sérstaka stjórnarskrárnefnd.