« 23. febrúar |
■ 24. febrúar 2011 |
» 25. febrúar |
Ótti við flóttamannavanda magnast í Evrópu vegna upplausnar í Líbýu
Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, hefur síðustu ár verið einskonar hliðvörður fyrir Evrópu með því að stöðva straum flóttamanna frá Afríku yfir Miðjarðarhaf til Möltu og Ítalíu. Ítalskir ráðherrar óttast að með hruni stjórnkerfisins í Líbýu muni flóttamenn streyma yfir hafið. Upplausnin í Líbýu hefur þegar leitt til ótta um að hundruð þúsunda flóttamanna stefni til Evrópu.
Pútín hafnar afdráttarlaust kröfum ESB um að skipta upp Gazprom
Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, neitaði að verða við kröfum ESB um að Rússar samþykktu kröfu framkvæmdastjórnar ESB um að sami aðili megi ekki eiga gaslindir og leiðslur til að flytja þær á markað innan ESB. Þetta kom fram í viðræðum Pútíns við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastj...
Forstjóri ESA breytir um afstöðu til EFTA-dómstóls og Icesave
Per Sanderud, forstjóri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), segist bera fyllsta traust til EFTA-dómstólsins og enginn vafi sé á því að hann muni leggja hlutlægt mat á Icesave-málið fariþað fyrir hann, eftir að ESA hefur fjallað um það.
Mælt með einkavæðingu danskra fangelsa
Einkaaðilar eiga að fá heimild til að reisa ný fangelsi og annast rekstur þeirra að mati ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku sem leggja auk þess til að fleiri opinberum þjónustuþáttum verði sinnt af einkaaðilum. Kim Andersen, talsmaður Venstre, flokks forsætisráðherrans, í réttarfarsmálum segir að efnahagsvandi og skortur á fangelsum kalli á að hugað sé að nýjum leiðum.
Flugfargjöld hækka í Bandaríkjunum vegna eldsneytisverðs
Bandarísk flugfélög hafa sum hver hækkað fargjöld fjórum sinnum frá upphafi ársins, segir New York Times í dag vegna hækkunar á eldsneytisverði. Jafnframt hafa þau hækkað önnur gjöld, sett á sérstaka sumarhækkun og sett á eldsneytisgjald á alþjóðlegum flugleiðum.
Malta neitar ásökunum um vopnasölu
ESB-ríkin eru komin í hár saman vegna frétta af vopnasölu þeirra til Líbýu að sögn euobserver. Malta neitar að hafa selt vopn til Gaddafí og segir um að sé að ræða vopn frá Ítalíu, sem hafi haft viðkomu í höfn á Möltu án þess að hafa nokkurn tíma komið í land þar. Stjórnvöld á Möltu telja að fréttir um þetta hafi skaðað orðspor Möltu.
Sjálfstæðisfélag Seltirninga hvetur til höfnunar Icesave
Evrópuvaktinni hefur borizt til birtingar svohljóðandi ályktun aðalfundar Sjálfstæðisfélags Seltirninga frá því gærkvöldi 23. febrúar: Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga fagnar því að efnt skuli verða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hin svokölluðu Icesave-lög. Með ákvörðun sinni hefur forseti...
Háskólinn afturkallar doktorsgráðu varnarmálaráðherra Þýskalands
Háskólinn í Bayreuth afturkallaði miðvikudaginn 23. febrúar doktorsnafnbót Karl-Theodor zu Guttenbergs, varnarmálaráðherra Þýsklands eftir að því var haldið fram að Guttenberg hefði gerst sekur um ritstuld við gerð ritgerðarinnar. Rüdiger Bormann, háskólarektor, sagði fréttamönnum að nefnd sk...
Borað eftir heitu vatni í Newcastle
Tekið hefur verið til við að bora eftir heitu vatni djúpt undir borginni Newcastle á Englandi. Hópur verkfræðinga frá Newcastle og Durham háskólunum ætla að bora 2000 metra í jörðu á landi sem ætlað er undir vísindamiðstöð í hjarta borgarinnar.
Miðjumenn gagnvart ESB-aðild afhjúpa rangfærslur já-manna
Þriðjudaginn 22. febrúar stóð Hallur Magnússon, fyrrverandi framsóknarmaður, fyrir því að kalla saman á fjórða tug manna til að stofna samtök stuðningsmanna ESB-aðildarviðræðnanna. Markmið samtakanna er að vinna að því að búa í haginn fyrir ESB-aðild með því að tryggja hagstæða niðurstöðu fyrir Ísla...
Afskekktur hreppur í Bandaríkjum Evrópu?
Það var fróðlegt að hlusta á sænska þingmanninn Jonas Sjöstedt, sem talaði á fundi Heimssýnar í Háskóla Íslands í gær um efnahagskreppuna í Evrópu og evruna.