Austurrískur ESB-þingmaður segir af sér vegna spillingar
ESB-þingmaðurinn Ernst Strasser tilkynnti afsögn sína sunnudaginn 20. mars eftir að The Sunday Times sagði frá því að hann hefði þegið greiðslu fyrir að vinna að framgangi mála á ESB-þinginu. Strasser er mið-hægri maður frá Austurríki og fyrrverandi innanríkisáðherra landsins. Hann er einn þriggja ...
ESB-þingmenn þiggja greiðslur fyrir að flytja breytingartillögur í þágu banka
Breska blaðið The Sunday Times segir frá því 20. mars, að blaðamenn þess hafi fengið þrjá þingmenn á ESB-þinginu til að taka að sér að flytja breytingartillögur við frumvarp um ábyrgð vegna bankainnstæðna. Með frumvarpinu er ætlunin að koma í veg fyrir að sama „hneyksli“ endurtaki sig og þegar íslen...
Fjölþjóða hernaður hafinn gegn Gaddafi og sveitum hans
Við blasir að heimild öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að brjóta hernað Gaddafis, einræðisherra í Líbýu, á bak aftur, fól meira í sér en flugbann í lofthelgi Líbýu.
Afstaða Þjóðverja til Líbýu umdeild heima fyrir
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að meginástæðan fyrir því, að Þjóðverjar taki ekki þátt í og styðji aðgerðir annarra vestrænna ríkja í Líbýu sé sú, að bæði Merkel, kanslari og Westerwelle, utanríkisráðherra, horfi til svæðisbundinna kosninga í Þýzkalandi á þessu ári og telji að þessi afstaða mælist vel fyrir á meðal kjósenda.
Flugfélög: Rússnesk, tyrknesk og lággjaldafélög auka hlutdeild sína
Farþegaflutningar í lofti á milli vestrænna ríkja jukust verulega á árinu 2010 en Berlingske Tidende segir að sú aukning hafi fyrst og fremst komið til góða flugfélögum frá Rússlandi og Tyrklandi svo og lággjaldafélögum. Þannig jukust farþegaflutningar spænska flugfélagsins Vueling, sem var stofnað 2004 um 34% á síðasta ári.
Cameron mætir andstöðu í eigin flokki í heilbrigðismálum
David Cameron, forsætisráðherra Breta, stendur nú frammi fyrir harðri andstöðu í eigin flokki við hugmyndum og tillögum um endurskipulagningu brezku heilbrigðisþjónustunnar (NHS). Grundvallaratriði þeirra breytinga er að 80 milljarðar punda af því fé, sem gengur til NHS verði ráðstafað af heimil...
Schauble: Mistök að flytja svo marga Tyrki inn
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, segir í viðtali við Guardian, að það hafi verið mistök hjá Þjóðverjum að flytja inn svo marga verkamenn frá Tyrklandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Í Þýzkalandi er nú búsettir 3,5 milljónir Tyrkja, sem hafa ekki aðlagast þýzku þjóðfélagi. Sumir þeirra tala ekki þýzku.
Feluleikur með laun bankastjóra í Arion-banka eins og seðlabankanum
Kristján Jóhannsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka verður látinn hætta í stjórn bankans. Þorsteinn Þorsteinson, stjórnarformaður bankasýslunnar, segir Kristján ekki hafa átt að samþykkja launakjör bankastjórans. Þorsteinn hafnar því að bankasýslan hafi verið beitt pólitískum þrýstingi.