Miðvikudagurinn 10. ágúst 2022

Sunnudagurinn 15. maí 2011

«
14. maí

15. maí 2011
»
16. maí
Fréttir

Óvissa eykst um evruna og fjárhag Grikkja vegna handtöku á Strauss-Kahn

Að Dominique Strauss-Kahn, for­stjóri Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS), skuli hafa verið handtekinn í á JFK-flugvelli við New York laugardaginn 14. maí, sakaður um kynferðislega áreitni eða jafnvel ofbeldi, er talið munu flækja enn frekar tilraunir til að bjarga fjárhag Grikklands og treysta framtíð e...

Fimm flokka ríkis­stjórn í Finnlandi?

Helsingin Sanomat segir að svo virðist sem Jyrki Katainen, leiðtogi Sameinaða þjóða­flokksins í Finnlandi hyggist reyna að mynda ríkis­stjórn fimm flokka en viðræður um stjórnar­myndun hefjast á miðvikudag. Hann ætlar að ræða við Jafnaðarmenn, Sænska þjóða­flokkinn, Græningja og Kristilega demókrata.

Harðnandi afstaða Frakka til Írlands

Írska dagblaðið Irish Times segir að svo virðist sem afstaða Frakka til vaxta­lækkunar á írska björgunarláninu sé að harðna og að Þjóðverjar og Frakkar líti málið ekki sömu augum. Meiri sveigjanleika sé að finna í Berlín en í París. Írar hafa hafnað því að hækka skatta á fyrirtæki gegn vaxta­lækkun.

Efnahagsvandi-ESB-innflytjendur meginmál Íhalds­flokksins

Ný skoðanakönnun í Bretlandi gefur vísbendingar um á hvað David Cameron þurfi að leggja áherzlu eigi hann að vinna meirihluta á brezka þinginu í þingkosningum, sem fram eiga að fara árið 2015. Í fyrsta lagi að takast á við efnahagsvandann. Í öðru lagi að standa upp í hárinu á Evrópu­sambandinu og í...

Í pottinum

Hverjir gáfu framsalið frjálst?-Jóhanna og Steingrímur!

Í umræðum um kvótakerfið, sem nú standa yfir gleymist gjarnan hverjir gáfu framsalið frjálst, sem er sá þáttur þess sem mest hefur verið gagnrýndur. Ekki er ólíklegt að flestir landsmenn telji að það hafi verið Sjálfstæðis­flokkurinn. Svo er hins vegar ekki.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS