Grikkland: Reynt að slökkva eld með því að hella olíu á hann
Samkvæmt fréttum Financial Times í gærkvöldi, virðist Seðlabanki Evrópu hafa fallizt á að skuldir Grikklands við lánardrottna yrðu framlengdar með þeim hætti að fjárfestar, sem eiga grísk ríkisskuldabréf kaupi ný bréf í staðinn fyrir þau sem komin eru á gjalddaga. Þetta hefur Jurgen Starck, sem sæti á í bankastjórn Seðlabanka Evrópu staðfest við ítalska dagblaðið Sole 24ore.
Stefnt að samræmdum hælisreglum og afgreiðslu hælismála innan ESB/Schengen-ríkja
Cecilia Malmström, innanríkismálastjóri ESB, hefur kynnt nýjar tillögur um að komið verði á fót sameiginlegu kerfi um afgreiðslu á hælisbeiðnum innan ESB/Schengen-svæðisins. Malström segir að hælisleitendur eigi að búa við sömu formreglur hvar sem þeir leita sér hælis á svæðinu.
Airbus deilir við þýska lögfræðinga um hvort leggja eigi Airbus 330 þotum
Flugvélaframleiðandinn Airbus telur að mistök flugmanna hafi leitt til þess að Air France flugvél, AF 447 á leið frá Ríó de Janero til Parísar 1. júní 2009, hrapaði í Atlantshaf. Fjölskyldur nokkurra þeirra sem fórust telja hins vegar að líklega hafi verið um tæknilegan galla að ræða. Fulltrúar þeir...
Boða ósæmilegar myndir af Svíakonungi - stjórnarandstaða vill sannleiksnefnd
Ósæmilegar myndir af Svíakonungi verða birtar opinberlega innan fárra mánaða, segir eigandi þeirra, Mille Markovic næturklúbbseigandi. Hann segist ætla að hraða sér við að ljúka bók sinni, svo að myndirnar af konungi komist fyrir sjónir almennings. Sagt er að myndirnar verði settar á netið þegar ævisaga Markovics birtist.
Bretland: Minni framleiðsla-færri pantanir-pundið lækkar
Nýjar tölur um framleiðslustarfsemi í Bretlandi benda til þess að mjög hafi hægt á framleiðslu þar í landi. Gengi sterlingspundsins hefur lækkað í kjölfar þeirra frétta að sögn Daily Telegraph í morgun.
Danskur jafnaðarmannaforingi sætir ámæli fyrir bílaviðskipti sín
Helle Thorning-Schmidt, formaður danskra jafnaðarmanna, sætir nú gagnrýni fyrir að aka á bíl sem keyptur er á kaupleigu í Þýskalandi en þannig sparar hún 6% í virðisaukaskatt, sá skattur er lægri í Þýskalandi en Danmörku.
Meiri bjartsýni um björgun Grikklands
Meiri bjartsýni ríkir nú um að samkomulag náist um frekari björgunaraðgerðir fyrir Grikkland að sögn New York Times í morgun. Er jafnvel búizt við tilkynningu þar um á föstudag eða fljótlega eftir helgi.
Ljótur leikur með lífskjör Grikkja
Það hefur staðið yfir ljótur leikur með Grikkland og lífskjör og hagsmuni grískra ríkisborgara undanfarnar vikur innan Evrópusambandsins og þó sérstaklega meðal aðildarríkja evrunnar. Þjóðverjar, Hollendingar og Finnar hafa verið tregir til að leggja fram meira fé til þess að bjarga efnahag Grikkja.
Vinstri grænir og skoðanabræður þeirra fyrr og nú
Vinstri grænir eru á móti því að uppreisnarmönnum í Líbýu sé hjálpað.