Trichet boðar íhlutun í efnahagsstjórn Grikkja og evru-fjármálaráðuneyti
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, sagði í ræðu fimmtudaginn 2. júní að tækist Grikkjum ekki að ná tökum á stjórn efnahagsmála sinna mundi þrýstingur aukast í þá veru að aðrar þjóðir eða stofnanir á vegum þeirra tækju málin í sínar hendur. Þá lagði hann til að komið yrði á fót sameiginleg...
Merkel lýsir enn stuðningi við evruna og segir hana „traustan gjaldmiðil“
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fimmtudaginn 2. júní í ræðu í Singapore að evran væri „traustur gjaldmiðill“. Hún bætti þó við að sum evru-ríki yrðu að skerpa samkeppnishæfni sína og aðhald í opinberum fjármálum. Merkel sagði að hin sameiginlega evrópska mynt væri ekki undirrót vandræðann...
Þrengt að erlendum stúdentum í Danmörku
Danska ríkisstjórnin ætlar að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu, sem eykur mjög kröfur á hendur erlendum stúdentum utan ESB-landa annars vegar um dönskukunnáttu, sem þeir verða að afla sér á eigin kostnað og hins vegar að þeir leggi inn í danskan banka peningaupphæð sem svarar eins árs námslánum. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag.
ESB: Gífurlegur kostnaður við einkaþotur-lúxusfrí -hanastél og dýrar gjafir
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur eytt gífulegum fjármunum í einkaþotur, lúxusfrí og hanastélssamkvæmi að sögn Daily Telegraph í dag, sem segir að sýnt hafi verið fram á af rannsóknarblaðamönnum að um sé að ræða 8 milljónir punda eða sem svarar um 1520 milljónum íslenzkra króna. Inn í þessum tölum er kostnaður við dýrar gjafir.
Robert Reich: Nýtt samdráttarskeið framundan í Bandaríkjunum?
Robert Reich, fyrrum vinnumálaráðherra í ríkisstjórn Bill Clintons (og náinn vinur þeirra Clintonhjóna frá háskólaárum) segir í grein í Financial Times, að ekki sé hægt að útiloka nýtt samdráttarskeið í bandarísku efnahagslífi. Hann bendir á að hagvöxtur í Bandaríkjunum á ársgrundvelli miðað við tölur fyrir fyrsta ársfjórðung nemi 1,8% og horfur á öðrum ársfjórðungi séu ekki mikið betri.
Ögmundur bregst illa við að vera kallaður gólfmotta - hvað er hann?
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ritar grein í Morgunblaðið 2. júní þar sem hann segir að NATO muni halda áfram að berjast í Líbíu þótt hann og aðrir vinstri-grænir slíti stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna, þess vegna ætli vinstri-grænir að sitja áfram í ríkisstjórninni þótt hún styðji aðgerðir...
Ákvörðun Ásmundar Einars styrkir Framsóknarflokkinn
Framsóknarflokkurinn hefur styrkt stöðu sína með því að fá Ásmund Einar Daðason, alþingismann í sínar raðir. Vinstri grænir hafa verið að tapa fylgi vegna svika við eigin málstað og þá ekki sízt í ESB-málum.