Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 28. júní 2011

«
27. júní

28. júní 2011
»
29. júní
Fréttir

Skotar vilja fjölþjóðlegan ráðherrafund um makríldeiluna - Össur segir hana ekki snerta ESB-viðræðurnar

Richard Lochhead, sjávar­útvegs­ráðherra Skota, telur að fyrirheit framkvæmda­stjórnar ESB um að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum vegna einhliða yfirlýsinga þjóðanna um makrílkvóta sér til handa séu enn á ný of máttlaus. Honum þykir dragast um of að ESB grípi til refsiaðgerða í málinu.

BBC spáir langvinnum viðræðum fulltrúa Íslands og ESB

BBC telur að viðræður fulltrúa Íslands og Evrópu­sambandsins verði langvinnar þar sem enn sé deilt um rétt til fiskveiða.

Írski sjávar­útvegs­ráðherrann blæs til makrílstríðs við Íslendinga og Færeyinga á ESB-ráðherrafundi

Simon Coveney, sjávar­útvegs­ráðherra Íra, krefst harðra aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum á fundi sjávar­útvegs­ráðherra ESB-ríkjanna í Lúxemborg þriðjudaginn 28. júní. Ráðherrann vill að ESB grípi til refsiaðgerða gegn þjóðunum vegna einhliða ákvarðana þeirra um makrílkvóta sér til handa. Ráðher...

Evruland: Gríðarleg einkavæðing framundan-bílskúrssala segir WSJ

Gríðarleg einkavæðing er framundan á evru­svæðinu ef marka má frétt í Wall Street Journal í dag.

Nýjar hugmyndir Frakka-lán Grikkja framlengd til 30 ára

Frakkar eru að viðra nýjar hugmyndir um lausn á skuldavanda Grikkja. Þær eru fólgnar í því að sögn Irish Times, að framlengja verulegan hluta skulda Grikkja til 30 ára. Sarkozy setti þessar hugmyndir fram í gær með stuðningi franskra banka, sem eiga meira inni hjá Grikkjum en allir aðrir.

Leiðarar

ESB-aðildarsinnar boða uppgjöf gagnvart kröfum frá Brussel - er viðræðu­nefndin sammála?

Eins og kunnugt er hófust hinar „eiginlegu samninga­viðræður“ fulltrúa Íslands og Evrópu­sambandsins mánudaginn 27. júní. Þar var sett á svið athöfn þar sem utanríkis­ráðherrar Íslands og Ungverjalands og stækkunar­stjóri ESB tókust í hendur og fögnuðu því að tekist hefði að ljúka rýnivinnu Íslands og E...

Í pottinum

Eyjan: Umbrot í þing­flokki Samfylkingar

Hið óopinbera málgagn Össurararms Samfylkingar­innar heldur áfram að grafa undan Jóhönnu Sigurðardóttur með því að vekja athygli á veikleikum innan ráðherrahóps Samfylkingar og þing­flokks. Á Orði götunnar segir, að það sé farið að þykkna í Jóhönnu vegna þeirra ummæla Árna Páls Árnasonar, efnahags­ráðherra, að arðsemi eigi að ráða í fiskveiði­stjórnar­kerfi en ekki byggðasjónarmið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS