Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skota, telur að fyrirheit framkvæmdastjórnar ESB um að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum vegna einhliða yfirlýsinga þjóðanna um makrílkvóta sér til handa séu enn á ný of máttlaus. Honum þykir dragast um of að ESB grípi til refsiaðgerða í málinu.
BBC spáir langvinnum viðræðum fulltrúa Íslands og ESB
BBC telur að viðræður fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins verði langvinnar þar sem enn sé deilt um rétt til fiskveiða.
Írski sjávarútvegsráðherrann blæs til makrílstríðs við Íslendinga og Færeyinga á ESB-ráðherrafundi
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Íra, krefst harðra aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum á fundi sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Lúxemborg þriðjudaginn 28. júní. Ráðherrann vill að ESB grípi til refsiaðgerða gegn þjóðunum vegna einhliða ákvarðana þeirra um makrílkvóta sér til handa. Ráðher...
Evruland: Gríðarleg einkavæðing framundan-bílskúrssala segir WSJ
Gríðarleg einkavæðing er framundan á evrusvæðinu ef marka má frétt í Wall Street Journal í dag.
Nýjar hugmyndir Frakka-lán Grikkja framlengd til 30 ára
Frakkar eru að viðra nýjar hugmyndir um lausn á skuldavanda Grikkja. Þær eru fólgnar í því að sögn Irish Times, að framlengja verulegan hluta skulda Grikkja til 30 ára. Sarkozy setti þessar hugmyndir fram í gær með stuðningi franskra banka, sem eiga meira inni hjá Grikkjum en allir aðrir.
ESB-aðildarsinnar boða uppgjöf gagnvart kröfum frá Brussel - er viðræðunefndin sammála?
Eins og kunnugt er hófust hinar „eiginlegu samningaviðræður“ fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins mánudaginn 27. júní. Þar var sett á svið athöfn þar sem utanríkisráðherrar Íslands og Ungverjalands og stækkunarstjóri ESB tókust í hendur og fögnuðu því að tekist hefði að ljúka rýnivinnu Íslands og E...
Eyjan: Umbrot í þingflokki Samfylkingar
Hið óopinbera málgagn Össurararms Samfylkingarinnar heldur áfram að grafa undan Jóhönnu Sigurðardóttur með því að vekja athygli á veikleikum innan ráðherrahóps Samfylkingar og þingflokks. Á Orði götunnar segir, að það sé farið að þykkna í Jóhönnu vegna þeirra ummæla Árna Páls Árnasonar, efnahagsráðherra, að arðsemi eigi að ráða í fiskveiðistjórnarkerfi en ekki byggðasjónarmið.