Föstudagurinn 20. maí 2022

Mánudagurinn 31. október 2011

«
30. október

31. október 2011
»
1. nóvember
Fréttir

Trichet: Sendimenn ESB ekki með betlistaf í Kína

Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabanka­stjóri Evrópu, hafnar því að evru-ríkin sendi menn með betlistaf í hendi til Kína. Hann segir „algjörlega eðlilegt“ að leita eftir fjárstuðningi í Paking. Klaus Regling, forstöðumaður björgunar­sjóðs evrunnar (EFSF) hefur verið í Peking að leita eftir allt að 100 milljarða dollara stuðningi Kínverja við sjóðinn.

Atvinnuleysi 10,2% á evru-svæðinu

Atvinnuleysi á evru-svæðinu fór í 10,2% í september 2011, hærra en nokkru sinni síðan í júní 2010 að því er segir í frétt Eurostat, hagfstofu ESB máudaginn 31. október. Í féttinni segir að meira en 16 milljónir manna séu atvinnulausir í evru-ríkjunum 16. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þegar atvin...

Landsfundur VG: Engin áhersla á lyktir viðræðna við ESB

Sjöundi landsfundur vinstri-grænna (VG) á Akureyri 28. til 30. október 2011 ályktaði ekki um nauðsyn þess að ljúka aðildarviðræðunum við ESB og leggja niðurstöðu þeirra undir dóm kjósenda. Þar með hvarf landsfundurinn frá þeirri stefnu sem flokkurinn hefur fylgt til þessa. Í ályktun landsfundarins e...

Noregur: Ný könnun-72% andvíg aðild að ESB-12% hlynnt

Ný skoðanakönnun í Noregi, framkvæmd af Synovate og birt í Dagblaðinu í Osló sýnir að 72% Norðmanna eru andvígir aðild að Evrópu­sambandinu en einungis 12% eru hlynnt aðild. Þá kemur fram í könnuninni, að 65% kjósenda Hægri flokksins í Noregi eru andvígir aðild en flokkurinn berst fyrir aðild vegna hagsmuna atvinnulífsins.

Merkel vill lögfesta lágmarkslaun í Þýzkalandi.

Angela Merkel vill lögfesta lágmarkslaun í Þýzkalandi, sem Kristilegir demókratar hafa hingað til verið mjög andvígir. Þessar hugmyndir verða ræddar á flokksþingi CDU eftir tvær vikur skv. fréttum í Irish Times í morgun. Lágmarkslaun á markaði eru nú, 6,89 evrur á klukkustund í austurhluta Þýzkalands eða liðlega 1100 krónur en 7,79 evrur í vesturhlutanum eða um 1265 krónur á kukkutímann.

Dauft yfir fjármálamörkuðum

Það er dauft yfir fjármálamörkuðum á þessum mánudagsmorgni.

DT: Yfir 150 þingmenn Íhalds­flokks af 306 vilja að Bretland gangi úr ESB

Uppreisnin í þing­flokki Íhalds­flokksins í Bretlandi virðist breiðast úr skv. frétt í Daily Telegraph í dag en það blað hefur löngum haft sterk tengsl við innsta kjarna þess flokks. Í fréttinni kemur fram að yfir 150 þingmenn Íhalds­flokksins af samtals 306 vilji að Bretland gangi úr Evrópu­sambandinu.

Leiðarar

Evran mundi kalla á þungar skuldbindingar fyrir Ísland

Egill Jóhannsson, for­stjóri Brimborgar, hefur komið fram með athyglisverða ábendingu, sem vert er að taka eftir og sagt er frá hér á Evrópu­vaktinni í dag. Hann bendir á, að væru Íslendingar aðilar að myntbandalagi Evrópu nú, værum við skuldbundin til að taka þátt í fjárframlögum til neyðar­sjóðs ESB og taka á okkur ábyrgðir af þeim sökum.

Pistlar

Þýskir fræðimenn: Fundum engin rök sem mæla með ESB-umsókn Íslands

„Við ræddum í okkar hóp um aðildarumsókn Íslands áður en við hittum þig hér í dag og veltum fyrir okkur spurningunni: Hvað hefur Ísland að sækja til ESB? Við stöldruðum að lokum aðeins við efnahagsmál og komumst síðan að sameiginlegri niðurstöðu: Ísland hefur engan efnahagslegan hag af því að ganga í Evrópu­sambandið.

Í pottinum

Eru „friðartímar“ æskilegir fyrir stjórnmála­flokka?

Steingrímur J. Sigfússon, endurkjörinn formaður VG, lét í ljósi þá ósk og von í samtali við RÚV í gær, sunnudag, að framundan væru meiri „friðartímar“ innan flokksins, eftir að hann hefur losnað við Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason. Þetta eru athyglisverð ummæli. Er æskilegt að „friðartímar“...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS