« 31. október |
■ 1. nóvember 2011 |
» 2. nóvember |
Viðbrögð ráðamanna í Evrópu eru mjög á einn veg vegna ákvörðunar Papandreou um þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi. Franskur blaðamaður hefur heimildir fyrir því, að Sarkozy, forseti Frakklands sé miður sín vegna þessarar ákvörðunar og telja hana óskynsamlega og hættulega frá sjónarhóli Grikkja.
Í skrifstofu kanslara Þýskalands í Berlín eiga menn tæplega nógu sterk orð til að lýsa hneykslan sinni á ákvörðun George Papanadreous, forsætisráðherra Grikklands, um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldbindingar Grikkja til lausnar á skuldavanda þeirra og evru-svæðisins. Hið sama er að segja um þýska þingmenn.
Þýzka ríkisstjórnin vissi ekki um ákvörðun Papandreous
Þýzka ríkisstjórnin hafði engar formlegar upplýsingar um ákvörðun Papandreous, segir í fréttatilkynningu, sem þýzka fjármálaráðuenytið sendi út í gærkvöldi. Þar sagði að um væri að ræða grískt innanríkismál. Frá þessu segir Der Spiegel í dag.
Uppreisn innan PASOK-krefjast afsagnar Papandreous og þjóðstjórnar
Sex þingmenn PASOk hafa gert uppreisn gegn Papandreou, forsætisráðherra Grikklands í kjölfar ákvörðunar hans um þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu og krefjast afsagnar hans. Þeir segja ákvörðun hans ábyrgðarlausa.
Brasilía ýtir Bretlandi til hliðar
Brasilía verður 6. stærsta efnahagskerfi heims í lok þessa árs og ýtir Bretlandi til hliðar. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Verg landsframleiðsla Brasilíu verður í árslok 2,44 trilljónir dollara en Breta 2,43 trilljónir dollara. Í Brasilíu búa nú um 200 milljónir manna. Fram kemur að meg...
Markaðir um allan heim hafa fallið í kjölfarið á tilkynningu Papandreous í gærkvöldi um þjóðaratkvæði um samkomulag Grikkja við ESB/AGS. Þannig lækkaði London við opnun í morgun um 2,77%, Frankfurt um 3,23% og París um 3,16%. Hong Kong lokaði í nótt með 2,49% lækkun og Japan með 1,70% lækkun. ...
Grikkland: Pólitísk sprengja-uppnám í Berlín-óvissa á mörkuðum
Tilkynning Papandreous, forsætisráðherra Grikklands í gærkvöldi um að hann muni efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulag Grikkja við ESB/AGS og Seðlabanka Evrópu hefur valdið uppnámi á evrusvæðinu og í Grikklandi sjálfu.
Papandreou, Jóhanna og Steingrímur J.
Ákvörðun George Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðaraðgerðir Grikkja og evru-ríkjanna til að leysa skuldavanda Grikklands felur í sér áhættu. Hún snýst um framtíð hans sem forsætisráðherra og hvort Grikkir ætli að halda áfram að nota evru eða ekki.
Ábyrgð Þjóðverja - framtíð ESB - aðildarumsókn Íslands
Frétt RÚV í hádegi 1. nóvember um að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafi sagt við Jóhönnu Sigurðardóttur að hún „fagni komu“ Íslands í Evrópusambandið hlýtur að byggjast á óskhyggju ef ekki beinum rangfærslum spunaliðanna sem koma fram fyrir hönd Jóhönnu gagnvart RÚV nema hvoru ...
Hvað sagði Jóhanna við Helle í morgun?-Að Ísland væri að ganga í ESB?
RÚV birti undarlega frétt í hádegisfréttum sínum þess efnis, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana „fagnaði komu“ Íslendinga í Evrópusambandið! Hefur slík ákvörðun verið tekin? Hafa Íslendingar tekið ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið? Hafa einhverjir slíkir samningar verið gerðir? Hefur þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram um þá ákvörðun? Hvers konar rugl er þetta?
Stjórnarflokkarnir eru í hugmyndalegri stöðnun - Hvað um Sjálfstæðisflokkinn?
Landsfundir stjórnarflokkanna beggja, Samfylkingar og Vinstri grænna, eiga eitt sameiginlegt. Þar voru engar nýjar hugmyndir á ferð. Engar umræður um framtíðarstefnu íslenzks samfélags á nýrri öld eða í kjölfarið á hruninu. Engar umræður um Nýja Norðrið og þau tækifæri, sem uppbygging á norðurslóðum mun opna fyrir okkur Íslendinga.