Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Sunnudagurinn 18. desember 2011

«
17. desember

18. desember 2011
»
19. desember
Fréttir

Breska utanríkis­ráðuneytið býr sig undir fjöldaflótta Breta frá Spáni og Portúgal

Breska utanríkis­ráðuneytið vinnur að gerð áætlunar um hvernig unnt verði að flytja hina mörgu Breta sem búa í Portúgal og á Spáni til Bretlands ef fjármálakerfi landanna tveggja hrynur. Talið er að um ein milljón Breta búi í löndunum tveimur en skuldakreppan á evru-svæðinu hefur leikið þau mjög grátt.

Enn þrengir að atvinnumála­ráðherra Dana vegna fjárstyrkja til danska kommúnista­flokksins fyrir 20 árum

Fyrrverandi ráðamaður í sovéska kommúnista­flokknum hefur látið í té upplýsingar sem enn auka á vanda Ole Sohns, atvinnumála­ráðherra Dana úr sósíalíska þjóðar­flokknum (SF) og fyrrverandi formanns danska kommúnista­flokksins (DKP). Sohn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um að DKP hafi fengi...

Breskir íhaldsmenn styrkja stöðu sína eftir að Cameron sagði skilið við evru-ríkin

Breski Íhalds­flokkurinn undir forystu Davids Camerons forsætis­ráðherra hefur styrkt stöðu sína eftir að Cameron sagði skilið við evru-ríkin innan ESB á leiðtogafundi í Brussel 8. og 9. desember. Niðurstöður könnunar sem The Sunday Telegraph birtir sunnudaginn 18. desember sýna 40% fylgi við Íhaldsf...

Finnar vilja fríverzlunarsamning milli ESB og Rússlands

Væntanleg aðild Rússlands að WTO mun spara finnskum fyrirtækjum 300 milljónir evra um leið og samningurinn hefur tekið gildi að sögn Helsingin Sanomat, finnska dagblaðsins. Útflutningur Finna til Rússlands hefur aukizt mjög frá árinu 2010 jafnvel um þriðjung. Rúmlega fimmtungur af þeim útflutningi eru efnavörur.

Skuldir héraða á Spáni ná jafnvægi

Heildarskuldir hinna 17 héraða eða svæða, sem mynda spænska ríkið jukust aðeins um 0,10% á milli annars og þriðja ársfjórðungs, sem spænska dagblaðið El Pais segir að bendi til að skuldir héraðanna séu að ná jafnvægi. Það eru þessar svæðisbundnu skuldir, sem mestum áhyggjum hafa valdið í skuldastöðu Spánar.

Ágreiningur um skulda­bréfakaup SE ástæðan fyrir afsögn Jürgen Stark

Nú er komið í ljós hvers vegna Jürgen Stark, fulltrúi Þýzkalands í bankaráði Seðlabanka Evrópu sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum en opinber skýring bankans var sú, að afsögnin væri af „persónulegum ástæðum“. Samkvæmt viðtali, sem birtast mun á þriðjudag við Stark í þýzka vikublaðinu WirtschaftsWoch...

AGS slítur óformlegum viðræðum við Ungverjaland

Fulltrúar Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins og Evrópu­sambandsins hafa slitið óformlegum viðræðum við Ungverja um nýja lánalínu fyrir Ungverjaland upp á 15-20 milljarða evra, sem Ungverjaland sækist eftir ef svo skyldi fara, að skulda­bréfaútgáfa ríkisisns gangi ekki upp.

Pistlar

Hvar endar Evrópa?-Grikkland ekki partur af vestrænni menningu segir Huntington

Í fyrri tveimur greinum um samstarf og samskipti þjóða Evrópu hefur verið fjallað um þau mál út frá pólitískum og efnahagslegum sjónarmiðum líðandi stundar.

Sjálfstæðis­hreyfingar á Skotlandi og í Wales, Grænlandi, Katalóníu og Baskalandi

Á sama tíma og Pútín, sem sumir segja, að sé valdamesti maður heims, kann að hafa löngun til að byggja upp nýtt efnahagsbandalag undir forystu Rússlands, sem komi með vissum hætti í stað Sovétríkjanna og átök standa yfir í vesturhluta Evrópu um, hvort stefna eigi að meiri samruna ríkja innan Evrópus...

Í pottinum

Svona er hugsað eins í Reykjavík og Kreml!

Maður að nafni Mikhail Prokhorov, rússneskur milljarðamæringur eða ólígarki, eins og þeir kallast þar, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Rússlands. Annar maður að nafni Alexei Kudrin, fyrrverandi fjármála­ráðherra Rússlands, sem sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum vegna ágreinings við Medvedev hefur tilkynnt að hann hyggist hefja þátttöku í stjórnmálum á ný.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS