« 28. desember |
■ 29. desember 2011 |
» 30. desember |
Frakkar láta Evu Joly fara í taugarnar á sér - þriðja í röð þeirra sem helst gera það
Ségolène Royal, fyrrverandi forsetaframbjóðandi franskra sósíalista, er efst á lista yfir stjórnmálamenn sem Frakkar segja að fari mest í taugarnar á sér.
Huang Nabo, auðmaður í Kína, segir fimmtudaginn 29. desember að áform sín um að kaupa land á Íslandi hafi ekki náð fram að ganga af taugaveiklun vegna aðildar hans að Kommúnistaflokki Kína. Íslendingar séu veikir og hræðist sig. Hann sakar íslenska embættismenn um að starfa í anda kalda stríðsins....
Vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum Ítala haldast of háir
Vextir á 10 ára ríkisskuldabréfum eru áfram nálægt 7% (6,98%) eftir útboð á þeim fimmtudaginn 29. desember. Þetta vaxtastig leiðir til greiðsluþrots að mati sérfæðinga og þess vegna hafa áhyggjur vegna þróunar á evru-svæðinu ekki minnkað. Á tímabilinu frá febrúar til apríl þurfa Ítalir að afla 161 ...
Grikkland: Ný ríkisstjórn missir flugið-uppfyllir ekki skilmála-sundurlyndi ræður ríkjum
Ný ríkisstjórn í Grikklandi hefur misst flugið að mati Der Spiegel. Hún stendur ekki við gefin loforð, hefur misst tiltrú almennings og sundurlyndi einkennir samskipti ráðherra. Til marks um þetta segir Spiegel, að Grikkir hafi þurft að ná samkomulagi við lánardrottna sína um 50% afskriftir af skuldum Grikkja fyrir áramót en fyrirsjáanlegt sé að það takist ekki. Vaxtastigið veldur ágreiningi.
Bretland: Verkamannaflokkurinn má ekki gerast verjandi opinbera kerfisins og eyðslustefnu
Áhrifamenn innan brezka Verkamannaflokksins vara nú Ed Miliband, leiðtoga flokksins við því, að hann geti tapað næstu þingkosningum i Bretlandi ef íhaldsmönnum takist að skapa þá mynd af Verkamannaflokknum, að hann sé flokkur eyðslu og skattpíningar.
Feldstein: Frakkar líti í eigin barm og til alvarlegra vandamála franskra banka
Martin Feldstein, prófessor við Harvard-háskóla og einn helzti efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan í forsetatíð hans ráðleggur Frökkum að líta í eigin barm og til alvarlegra erfiðleika franskra banka í stað þess að ráðast á Breta, eins og franskir ráðamenn gerðu fyrir jól.
Markaðir: Meiri bjartsýni í Evrópu en handan Atlantshafs
Fjárfestar voru heldur bjartsýnni í Evrópu í morgun en starfsbræður þeirra annars staðar í heiminum.
Sundrungar- og blekkingariðja vegna ESB-aðildar
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, lýsti í viðtali á sjónvarpsstöðinni ÍNN miðvikudaginn 28. desember hve fráleitt væri að stofna til átaka meðal þjóðarinnar um ESB-aðild á tímum eins og nú þegar mestu skiptir að sameina krafta í baráttu við mikinn og alvarlegan vanda. Öllu hefði verið ljóst ...
Forseti ASÍ skilur ekki afturköllun launalækkunar ráðherra og þingmanna
Nú hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bætzt í hóp þeirra, sem skilja ekki þá ráðstöfun að draga til baka launalækkun til ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna á sama tíma og kjaraskerðing annarra þjóðfélagsþegna stendur. En eins og áður hefur komið fram hér á Evrópuvaktinni hafa athugasemdir við þetta komið fram bæði frá opinberum starfsmönnum og Landssambandi eldri borgara.