« 2. janúar |
■ 3. janúar 2012 |
» 4. janúar |
Fjarar undan Þýskalandsforseta vegna samskipta hans við Bild
Christian Wulff, forseta Þýskalands, hefur ekki tekist að hreinsa sig af ásökunum sem tengjast lánveitingum hans til húsakaupa. Hann á nú í útistöðum við fjölmiðla vegna frásagnar í Bild um að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að fjöldablaðið flytti fréttir af lánveitingunni.
Gríska ríkisstjórnin: Brotthvarf af evru-svæðinu ef ekki tekst að fá endanlegt samþykki neyðarláns
Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar sagði þriðjudaginn 3. janúar að Grikkir kynnu að segja sig úr evru-samstarfinu ef þeim tækist ekki að tryggja staðfestingu á síðasta neyðarláni ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og banka. „Það verður að skrifa undir samninginn um lánið annars verður okkur úthýst af m...
Lufthansa leggur útblástursgjald á farþega
Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að leggja 130 milljóna evra útblástursskatt Evrópusambandsins á þessu ári beint á viðskiptavini sína.
Barroso: Treystir Dönum í einlægni til að lægja öldur og leita sátta innan ESB
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að reyna muni á það á næstu sex mánuðum hvort Dönum takist með formennsku sinni innan ESB að miðla málum og koma í veg fyrir frekari sundrungu meðal evru-ríkja annars vegar og ESB-ríkja utan evru-svæðisins hins vegar.
Evrópa: Markaðir ekki á einu máli í morgun
Markaðir voru ekki alveg á einu máli í morgun við opnun i Evrópu. Þannig hækkaði London um 1,10% og Frankfurt um 0,89%. Hins vegar lækkaði París um 0,58%. Sumir markaðir í Asíu hafa verið lokaðir vegna áramóta.
AP Möller-Mærsk íhugar sölu á 20% hlut í Danske Bank
AP-Möller-Mærsk samsteypan í Danmörku íhugar nú sölu á 20% hlut í Danske Bank að sögn Berlingske Tidende. Blaðið segir að samsteypan hafi falið McKinsey ráðgjafafyrirtækinu að leita að hugsanlegum sölumöguleikum á eignum og staðnæmst við hlutinn i Danske Bank.
Írland: Þríeykið krefst nýrra skatta og aukins niðurskurðar 2013
Þríeykið, ESB/AGS/Seðlabanki Evrópu, sem ráða miklu um efnahagsstefnu Írlands skilaði tveimur álitsgerðum um stöðu mála á Írlandi fyrir jól, sem nú hafa verið gerðar opinberar að sögn Irish Times. Þar kemur fram, að aukinn niðurskurður og nýjar skattahækkanir eru áformaðar á árinu 2013 til viðbótar við það, sem þegar hefur verið gert.
DT: Þjóðverjar gefast upp á evrunni á árinu
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph dregur upp svarta mynd af nýju ári í blaðinu sínu í dag og spáir því að Þjóðverjar afskrifi evruna, þegar vandi evrusvæðisins fari að ógna Þýzkalandi sjálfu.
Vill meirihluti þingmanna halda áfram á ESB-óheillabrautinni?
Innan Samfylkingarinnar binda ESB-aðildarsinnar vonir við að breyting á ríkisstjórninni 31. desember 2011 verði til þess að auðvelda ESB-aðildarviðræðunar. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sagði í Fréttablaðinu 2. janúar 2012: „Ráðherraskiptin eru líklega einni...
Í leiðara Morgunblaðsins 3. janúar segir meðal annars: „Á þessum tæpu þremur árum “nýju„ stjórnarinnar [stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er hún sífellt að gera breytingar á ráðherraliðinu. Og í hvert sinn “styrkist ríkisstjórnin“, eins og Gunnar Helgi prófessor hefur ekki við að staðfesta. …...
Vinstri flokkarnir stefna á 12 ára valdaskeið- Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkur að bregðast við?
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, upplýsti í viðtali við RÚV um áramót hver pólitísk markmið stjórnarflokkanna eru á næstu árum. Hún sagði að flokkarnir þyrftu tvö kjörtímabil í viðbót til þess að koma fram þeim breytingum á þjóðfélaginu, sem þeir stefni að.