Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra greinir á um hvernig staðið var að því að Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, var leystur frá störfum sem formaður viðræðunefndar Íslands um makrílveiðar við fulltrúa ESB, Noregs og Færeyja...
Ítalska lögreglan leggur hald á gífurlegar eignir Gaddafi-fjölskyldunnar
Ítalska lögreglan hefur að sögn breska blaðsins The Independent lagt hald á eignir Muammars Gaddafis, einræðisherra í Líbíu, og fjölskyldu hans sem nema 1,1 milljarði evra eða um 170 milljörðum íslenskra króna. Mest af eignunum eru hlutabréf en Gaddafi hafði meðal annars fest fé í ítalska bankanum Unicredit, knattspyrnufélaginu Juventus og og olíurisanum Eni.
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna koma saman til óformlegs fundar í Kaupmannahöfn föstudaginn 30. mars og ræða þá meðal annars stærð björgunarsjóðs evrunnar. Umræðurnar verða með öðrum blæ en áður þar sem þýska ríkisstjórnin hefur ljáð máls á því að stækka sjóðinn með tengingu á milli hins varanlega sj...
Allsherjarverkfall er skollið á á Spáni til að mótmæla breytingum á vinnulöggjöf. Í morgun kom til átaka á milli verkfallsmanna og lögreglu í Madrid, Malaga og Valencia að sögn Guardian. Fréttamaður blaðsins segir ekki á þessari stundu hægt að fullyrða um þátttöku en vísbendingar séu um meiri þátttöku en í slíku verkfalli fyrir 18 mánuðum.
Olíuverð lækkaði umtalsvert í gær-fjögur ríki ræða um að setja varabirgðir á markað
Olíuverð lækkaði verulega í gær, miðvikudag, í kjölfar staðfestra frétta um viðræður á milli Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Japans um að setja mikið magn varabirgða á markað. Þjóðverjar voru hins vegar andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir eiga þriðju mestu varabirgðir í heimi að sögn Financial Times.
Er makríllinn á leið til Össurar og inn í ESB?
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vakti máls á því í umræðum á alþingi að kvöldi miðvikudags 28. mars að Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, hefði verið látinn hætta formennsku í viðræðunefnd Íslands. Lýsti Jón áhyggjum vegna þessa. Unnur Brá Konráðsdóttir, þi...
Rifrildið á Alþingi-Uppreisn í aðsigi gegn ráðandi pólitískum öflum?
Hinn almenni borgari er að gefast upp á Alþingi. Fólk talar sín í milli um rifirildið á Alþingi og veltir því fyrir sér, hvort þingmenn hafi ekkert annað betra að gera. Hvort þeir hafi verið kjörnir til þessara starfa til þess að standa í ómerkilegu rifrildi, sem verður stöðugt lágkúrulegra.