Laugardagurinn 28. maí 2022

Fimmtudagurinn 29. mars 2012

«
28. mars

29. mars 2012
»
30. mars
Fréttir

Ráðherra greinir á um hvernig forystu Íslands í makríldeilunni var breytt - makríl ekki fórnað fyrir ESB-aðild segir Össur

Steingrím J. Sigfússon sjávar­útvegs­ráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra greinir á um hvernig staðið var að því að Tómas H. Heiðar, þjóðréttar­fræðingur utanríkis­ráðuneytisins, var leystur frá störfum sem formaður viðræðu­nefndar Íslands um makrílveiðar við fulltrúa ESB, Noregs og Færeyja...

Ítalska lög­reglan leggur hald á gífurlegar eignir Gaddafi-fjölskyldunnar

Ítalska lög­reglan hefur að sögn breska blaðsins The Independent lagt hald á eignir Muammars Gaddafis, einræðisherra í Líbíu, og fjölskyldu hans sem nema 1,1 milljarði evra eða um 170 milljörðum íslenskra króna. Mest af eignunum eru hluta­bréf en Gaddafi hafði meðal annars fest fé í ítalska bankanum Unicredit, knattspyrnu­félaginu Juventus og og olíurisanum Eni.

Fjármála­ráðherrar ESB: Ræða stærð björgunar­sjóðs evrunnar - Þjóðverjar sýna sveigjanleika - dugar hann?

Fjármála­ráðherrar ESB-ríkjanna koma saman til óformlegs fundar í Kaupmannahöfn föstudaginn 30. mars og ræða þá meðal annars stærð björgunar­sjóðs evrunnar. Umræðurnar verða með öðrum blæ en áður þar sem þýska ríkis­stjórnin hefur ljáð máls á því að stækka sjóðinn með tengingu á milli hins varanlega sj...

Spánn: Allsherjarverkfall skollið á-átök á milli verkfallsmanna og lög­reglu í þremur borgum í morgun

Allsherjarverkfall er skollið á á Spáni til að mótmæla breytingum á vinnulöggjöf. Í morgun kom til átaka á milli verkfallsmanna og lög­reglu í Madrid, Malaga og Valencia að sögn Guardian. Fréttamaður blaðsins segir ekki á þessari stundu hægt að fullyrða um þátttöku en vísbendingar séu um meiri þátttöku en í slíku verkfalli fyrir 18 mánuðum.

Olíuverð lækkaði umtalsvert í gær-fjögur ríki ræða um að setja varabirgðir á markað

Olíuverð lækkaði verulega í gær, miðvikudag, í kjölfar staðfestra frétta um viðræður á milli Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Japans um að setja mikið magn varabirgða á markað. Þjóðverjar voru hins vegar andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir eiga þriðju mestu varabirgðir í heimi að sögn Financial Times.

Leiðarar

Er makríllinn á leið til Össurar og inn í ESB?

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar­útvegs­ráðherra, vakti máls á því í umræðum á alþingi að kvöldi miðvikudags 28. mars að Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, hefði verið látinn hætta formennsku í viðræðu­nefnd Íslands. Lýsti Jón áhyggjum vegna þessa. Unnur Brá Konráðs­dóttir, þi...

Í pottinum

Rifrildið á Alþingi-Uppreisn í aðsigi gegn ráðandi pólitískum öflum?

Hinn almenni borgari er að gefast upp á Alþingi. Fólk talar sín í milli um rifirildið á Alþingi og veltir því fyrir sér, hvort þingmenn hafi ekkert annað betra að gera. Hvort þeir hafi verið kjörnir til þessara starfa til þess að standa í ómerkilegu rifrildi, sem verður stöðugt lágkúrulegra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS