François Hollande á hvorki bíl né hlutabréf - ekki eins ríkur og Sarkozy
François Hollande, verðandi forseti Frakklands, á hvorki bíl né hlutabréf. Hann er þó ekki á flæðiskeri staddur samkvæmt skýrslu um einkafjármál hans.
Spænska ríkisstjórnin ætlar að neyða banka landsins til að auka eigið fé sitt um 30 milljarða evra til að styrkja innviði sína vegna vanskila skuldunauta þeirra. Bankarnir verða annað hvort að styrkja stöðu sína með sölu á hlutafé eða með lánum frá ríkinu sem veitt verða með 10% vöxtum.
China Daily birtir langa frásögn um samskipti Huangs Nubos við Íslendinga föstudaginn 11. maí og ræðir meðal annars við Kristínu Árnadóttur, sendiherra Íslands í Kína, sem segir að erlendir menn utan evrópska efnahagssvæðisins hafi fengið undanþágur til að eignast og ráða yfir fasteignum á Íslandi...
BarentsObserver: Hægari framganga gróðurs til norðurs en áður var talið
Vísindamenn hafa nú endurmetið framgang gróðurs til norðurs að því er fram kemur í BarentsObserver og hann er ekki eins hraður og áður var talið. Áður var áætlað að skógar færðust norðar um tvo kílómetra á ári vegna hlýnandi loftslags en nú er komið í ljós í Finnmörku að þessi hreyfing er um 100 metrar á ári.
Þýzkaland: Kosið í NRW á sunnudag
Á sunnudag fara fram kosningar til fylkisþings Nordrhein-Westfalen eins „landa“ þýzka sambandslýðveldisins.
Talsmaður Hollande: Frakkar staðfesta ekki ríkisfjármálasamninginn án breytinga
Talsmaður Francois Hollande, hins nýkjörna forseta Frakklands hefur gefið til kynna, að fallist Þjóðverjar ekki á einhverjar breytingar á ríkisfjármálasamningnum muni Frakkar ekki staðfesta hann. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag, sem túlkar þessi ummæli, sem hótun Hollande í garð Þjóðverja.
Spánn: Ríkisstjórnin kynnir viðamiklar aðgerðir vegna bankanna í dag
Gert er ráð fyrir að spænska ríkisstjórnin kynni tillögur um endurskipulagningu spænska bankakerfisins í dag að því er fram kemur á Reuters í morgun. Erfiðar viðræður hafa staðið síðustu daga á milli stjórnvalda og bankanna. Kjarninn í þessum tillögum er að bankarnir færi „eitruð“ útlán yfir í sérstök eignarhaldsfélög, sem mundu síðar selja þær eignir.
Möguleiki að opnast á þriggja flokka stjórn í Grikklandi?
Svo virðist sem samtal Evangelos Venizelos, leiðtoga PASOK, flokks sósíalista í Grikklandi og Fotis Kouvelis, leiðtoga Lýðræðislega vinstri flokksins síðdegis í gær hafi opnað einhverja möguleika á myndun ríkisstjórnar í Grikklandi. Venizelos hittir Antonis Samaras á fundi í dag.
Tíminn styttist-prófkjörin nálgast
Að undanförnu hafa línur verið að skýrast meðal atvinnurekenda um afstöðu þeirra til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Segja má, að í öllum megindráttum sé nú orðin víðtæk samstaða í þeirra hópi um andstöðu við aðild. Útvegurinn er á móti. Iðnaðurinn er á móti. Landbúnaðurinn er á móti.
Bjarni Benediktsson: Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um veiðigjald
Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í tilefni af fyrirspurn frá blaðamanni: "Það var í tíð Sjálfstæðisflokksins, sem veiðigjaldinu var komið á. Það var þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór fyrir ríkisstjórn, sem auðlindanefndinni var komið á fót, þar sem öllum þessum hugmyndum var komið í faglegan farveg.