Der Spiegel tilnefnir 10 „hættulegustu“ stjórnmálamenn Evrópu
Þýska vikurritið hefur tilnefnt 10 „hættulegustu“ stjórnmálamenn Evrópu. Þeir eru: Silvio Berlusconi, fyrrv. forsætisráðherra Ítalíu. Markus Söder, fjármálaráðherra Bæjaralands. Marine le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Timo Soini, formaður Sannra Finna. Alexander Dobrindt, framkvæmdastjóri CSU í Bæjaralandi.
Jean-Claude Juncker, formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna, evru-hópsins, hefur nú bæst í hóp þeirra sem vekja máls á hugsanlegum viðskilnaði Grikkja við evruna.
Noregur: Melludólgar hagnast á lögum um refsivæðingu vændis
Rannsóknir í Noregi sýna að eftir að lög um að refsivæða vændiskaup voru sett árið 2009 eru melludólgar umsvifameiri í landinu en áður og vændisstarfsemi sé skipulögð í tengslum við mansal. Fyrir gildistöku laganna árið 2009 var vændismarkaðurinn í Noregi opnari og óskipulagðari en annars staðar í Evrópu. Konur stofnuðu sjálfar til viðskipta í húsnæði sem þær áttu eða tóku á leigu.
Finnland: Síldarkvótinn í Eystrasalti nánast að fullu veiddur
Síldarkvótinn í Eystrasalti er að fullu veiddur á þessu ári að sögn Helsingin Sanomat. Frekari síldveiðar hafa verið bannaðar nema nyrzt. Síldaraflinn varð svo mikill á fyrstu mánuðum ársins að ekki eru lengur til kvótar. Ein af ástæðunum fyrir því hve vel hefur veiðst er að ís hefur ekki hamlað veiðum.
El Pais: Bjartsýni í Madrid um að Spánn leiti eftir neyðarláni
Spænska dagblaðið El Pais segir að bjartsýni virðist ríkja á fjármálamarkaði á Spáni um að ríkisstjórnin muni leita formlega eftir neyðarláni til ESB/AGS/SE og til marks um það sé hækkun á markaði í Madrid í gær. Blaðið segir að ríkisstjórnin hafi enga vísbendingu gefið um hvenær húni muni leita aðstoðar hjá EFSF en í frétt blaðsins virðist gengið út frá því að svo verði.
AGS hvetur til tilslökunar gagnvart Grikklandi
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn leggur nú að evruríkjunum að slaka á lánaskilmálum gagnvart Grikklandi. Frá þessu segir gríski vefmiðillinn ekathimerini og byggir á fréttum Wall Street Journal.
Verði evrunni ekki bjargað nema leið Montis sé farin er hún dauðadæmd.
Á hvaða leið er samstarfið innan ESB þegar víðlesið ítalskt blað birtir forsíðumynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með hægri lófann framan í lesendur og flennifyrirsögnina: Quatro Reich – Fjórða ríkið? Hér gildir hið sama og endranær: þegar andstæðingi er líkt við Adolf Hitler brestur grundvöllur málefnalegra umræðna.