Föstudagurinn 20. maí 2022

Mánudagurinn 20. ágúst 2012

«
19. ágúst

20. ágúst 2012
»
21. ágúst
Fréttir

Berlín: Utanríkis­ráðherrar Þýskalands og Grikklands snúa bökum saman fyrir evruna

Guido Westerwelle, utanríkis­ráðherra Þýskalands, hefur farið þess á leit við Dimitrios Avramapoulos, starfsbróður sinn frá Grikklandi, að stjórnin í Aþenu bíði eftir skýrslu þríeykisins áður en gripið verði til breytinga á aðhalds­stefnunni sem er reist á kröfum lánardrottna landsins. Ráðherrarnir töldu nauðsynlegt að snúa bökum saman til varnar evrunni.

Evru-kreppan: Slegið á bjartsýni á mörkuðum - evran lækkar að nýju - Grikkir geta ekki vænst neins

Þjóðverjar slógu mánudaginn 20. ágúst á vonir um að Seðlabanki Evrópu (SE) mundi grípa til öflugra aðgerða í því skyni að lækka lántökukostnað innan evru-svæðisins og höfnuðu öllum vangaveltum um að þáttaskil yrðu í vikunni í leitinni að bráðaleið út úr skuldavanda Grikkja. Viðskipti á mörkuðum bár...

Evru-kreppan: Fimm átakaefni móta umræður komandi mánaða - klofnar ESB milli norðurs og suðurs?

Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe í Bretlandi, ritar grein í The Daily Telegraph í London mánudaginn 20. ágúst um vaxandi spennu milli íbúa í Norður- og Suður-Evrópu, milli skattgreiðenda í norðurhlutanum sem er nóg boðið og suðurlandabúa sem hafa fengið sig fullsadda af fyrirmælu...

Schauble um Grikkland: Höldum ekki áfram að kasta peningum í botnlausa hít

Euobserver segir að mikil fundarhöld verði í Evrópu í þessari viku vegna Grikklands. Kjarninn í þeim umræðum snýst um óskir Grikkja, sem ekki hafa verið settar formlega fram, um að dreifa niðurskurði ríkisútgjalda upp á 11,5 milljarða evra á lengri tíma eða til ársins 2016 í stað 2014 á þeirri forsendu að efnahagslægðin í Grikklandi hafi orðið dýpri en þegar þeir lánaskilmálar voru undirritaðir.

Finnland: Titringur vegna ummæla utanríkis­ráðherrans um evruna

Ummæli Erkki Tuomioja, utanríkis­ráðherra Finnlands um nauðsyn þess að Finnar búi sig undir splundrun evru­svæðisins hafa valdið titringi bæði innan Finnlands og utan. Utanríkis­ráðherrann er jafnaðarmaður en ráðherra Evrópu­mála og utanríkis­viðskipta Alexander Stubb er í Sameinaða þjóða­flokknum.

Barents Observer: Olíuleit við Jan Mayen veldur áhyggjum umhverfisyfirvalda í Noregi

Norðmenn hafa lokið mikilvægum áfanga í rannsóknum á hafsbotni við Jan Mayen að því er fram kemur í Barents Observer.

Grikkland: Lækkun á lífeyri-launum -velferðar­greiðslum-opinberum starfsmönnum fækkað um 34 þúsund

Embættismenn í gríska fjármála­ráðuneytinu vinna nú hörðum höndum að því að ljúka útfærslu á 11,5 milljarða evra niðurskurði á fjárlögum gríska ríkisins á næstu tveimur árum, þannig að þær tillögur liggi fyrir, þegar Antonis Samaras, forsætis­ráðherra fer til Berlínar á föstudag að ræða við Angelu Merkel og til Parísar á laugardag til viðræðna við Francois Hollande.

Leiðarar

Harkalegar aðgerðir framundan í Grikklandi til viðbótar við það sem komið er

Hvernig mundi ástandið vera á Íslandi ef lífeyrir hefði verið lækkaður um 40% á tveimur árum og til stæði að lækka hann enn frekar?

Í pottinum

VG: Taka flokksráðsmenn þessu bulli þegjandi og hljóðalaust?

Það verður spennandi að fylgjst með því, hvernig Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG útskýrir fyrir flokksráðfundi flokksins á föstudag, að ESB-málin geti ekki komið þar til umræðu að nokkru ráði vegna ákvarðana sem teknar voru á síðasta landsfundi! Ætli hann segi sem svo: Því miður. Landsfundu...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS