« 20. ágúst |
■ 21. ágúst 2012 |
» 22. ágúst |
Hollenskir jafnaðarmenn sýna ESB-óvild - fylgi þeirra eykst samkvæmt skoðanakönnunum
Emile Roemer er leiðtogi hollenskra jafnaðarmanna og margt bendir til að þeir hljóti meira fylgi en nokkru sinni þingkosningum í Hollandi 12. september. Hann hefur lýst yfir að hann muni ekki hlíta kröfum framkvæmdastjórnar ESB um sektargreiðslu hollenskra stjórnvalda vegna of mikils halla á ríkiss...
Julian Assange: Sænsk yfirvöld segja hann ekki verða framseldan til dauðarefsingar
Sænsk yfirvöld segja að þau muni ekki framselja Julian Assange til Bandaríkjanna ef hans kunni að bíða þar dauðarefsing. Litið er á þetta sem lítið skref í átt til lausnar á deilunni vegna dvalar Assange í sendiráði Ekvador í London.
Rúmenía: Forseti landsins sest aftur að völdum
Traian Basescu, forseti Rúmeníu, tekur aftur við embætti sínu eftir að hafa verið sviptur því tímabundið. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu með sex atkvæðum gegn þremur að ógilda þjóðaratkvæðagreiðsluna um brottvísun forsetans vegna dræmrar kjörsóknar.
Haft er eftir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra á ruv.is þriðjudaginn 21. ágúst að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið séu að „rífa þjóðina á hol“. Telur ráðherrann eðlilegt að ræða framhald aðildarviðræðnanna í ríkisstjórn og á alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gefur til kynna ...
Finnlandsforseti: Höldum í evruna en förum varlega og án hroka
Sauli Niinistoe, forseti Finnlands, sagði þriðjudaginn 21. ágúst að það mundi ekki auðvelda lausn efnahagsvanda ríkjanna 17 á evru-svæðinu að Finnar segðu sig frá evru-samstarfinu. „Það er ekki til nein skjót eða auðveld lausn á evrópsku kreppunni. Ég er að minnsta kosti ekki með hana á takteinum,“ ...
Norska olíustofnunin stundar víðtækar rannsóknir í norðurhöfum
Aðfaranótt 10. ágúst lauk áhöfn rannsóknarskipsins Nordic Explorer söfnun 2D-skjálftagagna umhverfis Jan Mayen á vegum norsku olíustofnunarinnar, Oljedirektoratet (OD). Alls safnaði áhöfn skipsins upplýsingum á 9.470 km (64 línur) á svæðinu. Á vefsíðu OD segir Sissel Eriksen sem stjórnar olíuleit á...
Utanríkisráðherra Finnlands: Eftirlitsflug við Ísland við og við í stuttan tíma
Á fundi finnskra sendiherra í Helsinki í gær hafði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands orð á áformum um að Finnar taki þátt í eftirlitsflugi við Ísland og sagði að það mundi fara fram við og við í stuttan tíma og augljóslega í friðsamlegum tilgangi.
Finnland: Tuomioja gagnrýninn á „vissa þætti“ í þjóðfélagsþróun í Rússlandi
Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands var gagnrýninn á vissa þætti í þjóðfélagsþróun í Rússlandi á fundi með sendiherrum Finnlands í Helsinki í gærmorgun. Skömmu síðar hitta hann að máli Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem talaði á fundi sendiherranna síðdegis í gær. Tuomioja vísaði ekki beint il dómsins yfir þremur meðlimum Pussy Riot.
El País: Neyðaraðstoð við Spán óhjákvæmileg-Skerðing lífeyris til umræðu
Spænska dagblaðið El Pais segir að einhvers konar björgunaraðstoð við Spán virðist nú óumflýjanleg. Blaðið segir að yfirlýsingar ráðamanna hafi verið misvísandi. Nú séu stjórnvöld hins vegar að ræða þann möguleika að lækka lífeyrisgreiðslur, sem hingað til hafi verið taldar ósnertanlegar og frekari skattahækkanir séu einnig til umræðu.
Fulltrúi Þýzkalands í stjórn SE styður áform Draghi-í andstöðu við Bundesbank
Jörg Asmussen, fulltrúi Þýzkalands í bankastjórn Seðlabanka Evrópu, segir að gjaldmiðill geti því aðeins verið stöðugur að enginn vafi leiki á framtíð hans. Hann hefur gefið til kynna, að hann muni veita áformum Mario Draghi, aðalbankastjóra SE um kaup á skuldabréfum Spánar og Ítaliu fullan stuðning og gerir lítið með aðvaranir Bundesbank í því sambandi.
Ráðherrastólar ráða ESB-ferðinni
Umræður um ESB-málið síðustu daga vegna kröfu ráðherra og þingmanna vinstri-grænna (VG) um endurmat á stöðu ESB-viðræðnanna hafa beint athygli manna að upphafinu og þar á meðal fyrirvörum VG-manna í júlí 2009. Eins og bent var á hér á þessum stað laugardaginn 18. ágúst setti Steingrímur J. Sigfússon...
Alþjóðleg samkeppni hafin milli ÓRG og Steingríms J.?
Steingrímur J. Sigfússon er augljóslega að færa út kvíarnar og vill nú láta til sín taka á alþjóða vettvangi eins og greinaskrif hans í Financial Times bera með sér. Það er út af fyrir sig skiljanlegt í ljósi þess sem hann hefur upplýst, að hann hafi verið spurður á göngum á ársfundi Alþjóða gjaldey...