Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Mánudagurinn 3. september 2012

«
2. september

3. september 2012
»
4. september
Fréttir

Árangurslaus makrílfundur í London - Damanaki og Berg-Hansen lýsa „gríðarlegum vonbrigðum“- ESB-þingið samþykkir refsi­reglur

Steingrímur J. Sigfússon atvinnumála­ráðherra segir að of mikið hafi borið á milli aðila að makríldeilunni til að samkomulag næðist á ráðherrafundi í London 3. september 2012. Maria Damanaki, sjávar­útvegs­ráðherra ESB, og Lisbeth Berg-Hansen, sjávar­útvegs­ráðherra Noregs, sem sátu fundinn lýsa „gríðarl...

Brestir í burðarstoðum ESB-þingsalar

Ákveðið hefur verið að loka hluta þinghúss ESB í Brussel eftir að brestir fundust í burðarstoðum í þingsalarins.

Aðeins fjórðungur Þjóðverja vill Grikki áfram með evru

Aðeins fjórðungur Þjóðverja telur að Grikkir eigi heima á evru-svæðinu.

Árni Þór Sigurðsson vegna bókunar Ögmundar: Ríkiss­stjórnin getur ekki stöðvað ESB-aðildarferlið - hafnar skoðun Þorsteins Pálssonar

Árni Þór Sigurðsson (VG), formaður utanríkis­mála­nefndar alþingis, segir í Fréttablaðinu mánudaginn 3. september að ríkis­stjórnin eða einstakir ráðherrar geti ekki brugðið fæti fyrir ESB-aðildarumsóknina. Alþingi eitt hafi stöðvunarvaldið. Með þessu leitast hann við að setja ofan í við flokksbróður s...

Spánn: Það stendur á peningunum frá Brussel

Það stendur á peningunum til spænsku bankanna frá Brussel. Í lok júlí var því lofað að um þriðjungur þeirra eða 30 milljarðar evra mundu berast innan nokkurra daga eða í mesta lagi vikna en þeir eru ekki komnir enn að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El Pais.

Danmörk: Konur yfirgefa vinstri flokkana-meirihluti þeirra styður nú borgara­flokkana

Danskir jafnaðarmenn eru í vandræðum í skoðanakönnunum og fylgi við Helle Thorning-Schmidt, forsætis­ráðherra hefur hrunið. Meginástæðan er sú, að konur eru að snúast til fylgis við hægri flokkana.

Barroso hvetur til grundvallar­breytinga á sáttmálum ESB-frekari sameiningu-meira lýðræði

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB hvetur nú til grundvallar­breytinga á sáttmálum Evrópu­sambandsins, sem hann segir geta ráðið úrslitum um framtíð þess. Þetta kom fram í ræðu, sem Barroso flutti á ráð­stefnu laga­deildar Yale-háskóla í Haag.

For­stjóri OECD: Seðlabanki Evrópu hefji takmarkalaus kaup á skulda­bréfum evruríkja í vanda

Angel Gurria, for­stjóri OECD hvetur til þess að Seðlabanki Evrópu hefji takmarkalaus kaup á skulda­bréfum evruríkja til þess að binda endi á skuldakreppu þeirra að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag.

Leiðarar

Er þetta „boðlegt“ Jóhanna?

Af hálfu opinberra aðila hér á Íslandi snúast umræður um aðildar­viðræðurnar að ESB, sem í raun eru aðlögunar­viðræður, nánast eingöngu um það, að þessi kafli hafi verið opnaður og hinum kaflanum hafi verið lokað. Þær snúast ekkert um efni málsins, hvorki af hálfu ráðherra, þingmanna, né helztu samningamanna.

Pistlar

Evruland er nýlenda Þýskalands

Nú þegar evran er að ná inn á á annan tuginn í vegferð sinni er margt að opinberast og raungerast með öðrum hætti en væntingar stóðu upphaflega til . Flest sem bendir nú til þess að hún muni ekki ná því að fylla tvo tugi og líði undir lok nú á næstu árum. Það dauðastríð mun ekki taka langa...

Í pottinum

His Master‘s Voice: Ögmundur verður að víkja – hvað með Jóhönnu?

Björn Valur Gíslason, þing­flokksformaður vinstri grænna (VG), boðar það sem Steingrímur J. flokksformaður hugsar en þorir ekki að segja. Nú hefur hann lýst yfir að fari Ögmundur með jafnréttismálið fyrir dómstóla og tapi því jafngildi það pólitískum dauðadómi, hann skuli víkja úr ríkis­stjórn. H...

Steingrímur J.: Verði hann mjúkur í máli undirbýr hann svikasamninga-verði hann vígreifur og harðorður ætlar hann að láta skerast í odda

Það verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig tónninn verður í Steingrími J. Sigfússyni, sjávar­útvegs­ráðherra að viðræðum hans og Damanaki, sjávar­útvegs­stjóra ESB loknum. Verði hann mjúkur í máli er það vísbending um að hann sé að undirbúa svikasamninga. Verði hann vígreidur og harðorður gæti það veri...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS