Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 4. september 2012

«
3. september

4. september 2012
»
5. september
Fréttir

Deilt um hvort Ögmundur bókaði - stjórnmálafræðiprófessor þekkir engin fordæmi Ögmundar - segir bókanir ekki skipta neinu - mörg dæmi um þær

Deilt er um hvort Ögmundur Jónasson innanríkis­ráðherra hafi bókað andstöðu sína við efnahags- og peningamála­stefnu ríkis­stjórnar­innar í ESB-aðildarviðræðunum á fundi ríkis­stjórnar­innar 13. júlí 2012 eða 21. ágúst 2012. Ráðherrann segist hafa sett þrjá fyrirvara á þessum fundum: Varðandi afnám gjald...

Ólöglegir innflytjendur reknir af spænskri smáeyju - mafían skipuleggur ferðir þeirra

Nokkrir tugir ólöglegra innflytjenda hafa verið reknir frá spænskri, mannlausri smáeyju undan strönd Marokkó. Lög­reglumenn frá Spáni og Marokkó tóku þátt í aðgerðinni á eyjunni Isla de Tierra sem er í sundfjarlægð frá Marokkó. Litið er á hana sem auðvelda leið til að smygla sér inn á Schengen-svæðið.

Norður-Noregur: Hugmyndir um olíuhöfn við Kirkenes

Hugmyndir eru um byggingu olíuhafnar í námunda við Kirkenes í Norður-Noregi. Olíuhöfnin mundi þjóna skipum, sem fara um norðaustur siglingaleiðina og olíuborpöllum, sem munu rísa í Norður-Íshafinu, Barentshafi og Karahafi. Þetta kemur fram á BarentsObserver. For­stjóri fyrirtækis að nafni Norterminal AS hefur verið á ferð í Kirkenes og rætt við sveitar­stjórnina þar.

Spánn: Andalúsía og Katalónía þurfa brúarlán

Talsmenn tveggja sjálfs­stjórnar­héraða á Spáni, Andalúsíu og Katalóníu, sögðu í gær, að þau þyrftu á brúarláni að halda þangað til neyðar­sjóður sá, sem spænska ríkið er að setja upp vegna héraðanna tekur til starfa. Talsmaður Andalúsíu, Susana Diaz, sagði að héraðið mundi biðja ríkis­stjórnina um einn milljarð evra á meðan héraðs­stjórnin leggi mat á hvort hún sækir um lán til sjóðsins.

FT: Vextir af fyrirtækjalánum á Spáni og Ítalíu mun hærri en í Þýzkalandi

Vextir á lánum til fyrirtækja hafa hækkað mjög í þeim aðildarríkjum evrunnar, sem veikast standa. Nýjar tölur frá Seðlabanka Evrópu í gær sýna að lítil fyrirtæki á Spáni borga nú hærri vexti en þau hafa gert í fjögur ár á sama tíma og þýzkir samkeppnisaðilar þeirra borga lægri vexti en nokkru sinni fyrr.

Moody´s breytir matshorfum ESB sjálfs í neikvæðar

Moody´s, bandaríska lánshæfismats­fyrirtækið, hefur lækkað lánshæfismat Evrópu­sambandsins sjálfs á þann veg, að AAA mat ESB er nú með neikvæðum horfum. Jafnframt segir Moody´s, að lánshæfismatið geti lækkað frekar. Þetta kemur fram á BBC í morgun.

Leiðarar

Makrílsamningar nást ekki á kosningavetri - nema Steingrímur J. ætli að hætta - ESB-viðræður í uppnámi

London mánudaginn 3. september til þess eins að hlusta á Steingrím J. Sigfússon segja að hann gæti ekki samið að þessu sinni en væri samt sveigjanlegur. Damanaki vissi fyrirfram að svo mikið bæri í milli að ekki yrði unnt að semja á þessum fundi. Það sem fyrir henni vakti var að reyna að draga úr þ...

Í pottinum

Gaf einhver fyrirmæli um að fyrivari Ögmundar yrði ekki færður til bókar?

Nú er stóra spurningin í stjórnar­herbúðum sú, hvort fyrirvarar Ögmundar Jónassonar, innanríkis­ráðherra, við samningsmarkmið Íslands í aðlögunarviðræðunum við ESB í júlí hafi verið bókaðir eða ekki.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS