« 3. september |
■ 4. september 2012 |
» 5. september |
Deilt er um hvort Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi bókað andstöðu sína við efnahags- og peningamálastefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-aðildarviðræðunum á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí 2012 eða 21. ágúst 2012. Ráðherrann segist hafa sett þrjá fyrirvara á þessum fundum: Varðandi afnám gjald...
Ólöglegir innflytjendur reknir af spænskri smáeyju - mafían skipuleggur ferðir þeirra
Nokkrir tugir ólöglegra innflytjenda hafa verið reknir frá spænskri, mannlausri smáeyju undan strönd Marokkó. Lögreglumenn frá Spáni og Marokkó tóku þátt í aðgerðinni á eyjunni Isla de Tierra sem er í sundfjarlægð frá Marokkó. Litið er á hana sem auðvelda leið til að smygla sér inn á Schengen-svæðið.
Norður-Noregur: Hugmyndir um olíuhöfn við Kirkenes
Hugmyndir eru um byggingu olíuhafnar í námunda við Kirkenes í Norður-Noregi. Olíuhöfnin mundi þjóna skipum, sem fara um norðaustur siglingaleiðina og olíuborpöllum, sem munu rísa í Norður-Íshafinu, Barentshafi og Karahafi. Þetta kemur fram á BarentsObserver. Forstjóri fyrirtækis að nafni Norterminal AS hefur verið á ferð í Kirkenes og rætt við sveitarstjórnina þar.
Spánn: Andalúsía og Katalónía þurfa brúarlán
Talsmenn tveggja sjálfsstjórnarhéraða á Spáni, Andalúsíu og Katalóníu, sögðu í gær, að þau þyrftu á brúarláni að halda þangað til neyðarsjóður sá, sem spænska ríkið er að setja upp vegna héraðanna tekur til starfa. Talsmaður Andalúsíu, Susana Diaz, sagði að héraðið mundi biðja ríkisstjórnina um einn milljarð evra á meðan héraðsstjórnin leggi mat á hvort hún sækir um lán til sjóðsins.
FT: Vextir af fyrirtækjalánum á Spáni og Ítalíu mun hærri en í Þýzkalandi
Vextir á lánum til fyrirtækja hafa hækkað mjög í þeim aðildarríkjum evrunnar, sem veikast standa. Nýjar tölur frá Seðlabanka Evrópu í gær sýna að lítil fyrirtæki á Spáni borga nú hærri vexti en þau hafa gert í fjögur ár á sama tíma og þýzkir samkeppnisaðilar þeirra borga lægri vexti en nokkru sinni fyrr.
Moody´s breytir matshorfum ESB sjálfs í neikvæðar
Moody´s, bandaríska lánshæfismatsfyrirtækið, hefur lækkað lánshæfismat Evrópusambandsins sjálfs á þann veg, að AAA mat ESB er nú með neikvæðum horfum. Jafnframt segir Moody´s, að lánshæfismatið geti lækkað frekar. Þetta kemur fram á BBC í morgun.
London mánudaginn 3. september til þess eins að hlusta á Steingrím J. Sigfússon segja að hann gæti ekki samið að þessu sinni en væri samt sveigjanlegur. Damanaki vissi fyrirfram að svo mikið bæri í milli að ekki yrði unnt að semja á þessum fundi. Það sem fyrir henni vakti var að reyna að draga úr þ...
Gaf einhver fyrirmæli um að fyrivari Ögmundar yrði ekki færður til bókar?
Nú er stóra spurningin í stjórnarherbúðum sú, hvort fyrirvarar Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við samningsmarkmið Íslands í aðlögunarviðræðunum við ESB í júlí hafi verið bókaðir eða ekki.