Miðvikudagurinn 10. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 5. september 2012

«
4. september

5. september 2012
»
6. september
Fréttir

Lettar og Pólverjar vilja ekki fá evruna - sýna kannanir

Könnun á vegum Latvijas fakit, blaðs í Lettlandi, sýnir að meirihluti Letta hefur ekki áhuga á að taka upp evru.

Slóvakía: Fjársvik vegna fjölnota íþróttahúss leiðir til endur­greiðslukröfu frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein

Stjórnvöld í Noregi, Íslandi og Liechtenstein hafa krafist endur­greiðslu frá Slóvakíu á um 100 m. ISK styrk sem veittur var úr EES-sjóði. Krafan er reist vegna þess að upplýst hefur verið um svik sem tengjast smíði fjölnota íþróttahúss. Markmiðið með styrknum var að auðvelda smíði fjölnota íþróttahús fyrir ungt fólk í bænum Senec skammt frá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu.

Kvennakvótar boðaðir í stjórnum stórra fyrirtækja innan ESB - framkvæmda­stjórnin leggur fram tillögu - andstaða innan ráðherraráðsins

Framkvæmda­stjórn ESB vill að innan átta ára verði hið minnsta 40% stjórnar­manna stórra fyrirtækja innan ESB konur. Reglurnar eiga að gilda um fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllum.

Búlgarar, Pólverjar og Tékkar forðast evruna - óvissa innan ESB og fjárhagsleg áhætta of mikil

Búlgarska ríkis­stjórnin hefur fallið frá áformum um að taka upp evruna vegna þess hve efnahagshorfur eru neikvæðar á evru-svæðinu og vaxandi óvissu um framtíð Evrópu­sambandsins sagði Simeon Djankov, fjármála­ráðherra Búlgaríu, við Wall Street Journal mánudaginn 3. september. Sama mánudag sagði Rado...

Finnland: Lítill áhugi á að læra rússnesku-viðskiptalífið hefur áhyggjur

Helsingin Sanomat segir að lítill áhugi sé í Finnlandi á að læra rússnesku og að viðskiptalífið þar í landi hafi áhyggjur af því að skortur sé á fólki, sem kunni það tungumál. Á síðasta ári stunduð 0,6% nemenda í yngri aldur­flokkum grunnskóla nám í rússnesku en 1,7% í eldri aldurs­flokkum. Spænska virðist jafn vinsæl og jafnvel vinsælli sem valfag en rússneska.

Mikil aukning á ferðum yfir landamæri Norður-Noregs og Rússlands

Umferð yfir landamærin milli Rússlands og Norður-Noregs hefur aldrei verið meiri í sögunni segir Barents Observer. Að einhverju leyti er skýringin sú, að íbúar á 30 km svæði við landamærin þurfa ekki lengur á vega­bréfsáritun að halda. Í ágústmánuði fóru 22904 einstaklingar yfir landamærin við Storskog-Borisobglesk, eða helmingi fleiri en í sama mánuði 2009 og 4000 fleiri en í fyrra.

Spánn: Útgjöld vegna atvinnuleysisbóta 18,5 milljarðar evra á fyrstu 7 mánuðum

Útgjöld spænska ríkisins vegna atvinnuleysisbóta jukust um 5,4% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs.

Grikkland: Skoðanamunur milli Frakka og Þjóðverja?

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær, að hægt væri að veita Grikkjum tveggja ára framlengingu á framkvæmd lánaskilmála ef skýrsla þríeykisins um árangur þeirra til þessa yrði jákvæð. Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands hefur hins vegar ítrekað fyrri yfirlýsingar um að mestu skipti að Grikkir standi við skuldbindingar sínar.

Leiðarar

Er Evrópu­sambandið að liðast í sundur?

Evrópu­ríkin komast ekkert áfram í samstarfi sínu innan Evrópu­sambandsins. Þetta er ekkert fagnaðarefni, heldur ekki frá sjónarhóli þeirra hér á Íslandi, sem eru andvígir aðild okkar að Evrópu­sambandinu. Stofnun þess og starfsemi er, hvað sem okkar hagsmunum líður, stórmerkileg og söguleg tilraun þjóða, sem öldum saman hafa herjað hver á aðra til að tryggja varanlegan frið sín í milli.

Pistlar

Schengen I: Aðild Íslands að Schengen­samstarfinu

Hinn 14. júní 1985 rituðu fulltrúar Belgíu, Frakklands, Hollands, Lúxemborgar og Þýskalands undir landamæra­samstarf. Schengen er lítill bær í Lúxemborg við Mósel-ána, þar sem hún rennur inn í Frakkland en handan við hana er Þýskaland. Markmið samstarfsins var að auðvelda för manna um innri l...

Í pottinum

Framtak Össurar sem ber að fagna

Það er ekki oft sem ástæða er til að fagna framtaki Össurar Skarphéðinssonar í utanríkis­ráðuneytinu en það er tilefni til þess nú. Ráðherrann átti skv.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS