« 4. september |
■ 5. september 2012 |
» 6. september |
Lettar og Pólverjar vilja ekki fá evruna - sýna kannanir
Könnun á vegum Latvijas fakit, blaðs í Lettlandi, sýnir að meirihluti Letta hefur ekki áhuga á að taka upp evru.
Stjórnvöld í Noregi, Íslandi og Liechtenstein hafa krafist endurgreiðslu frá Slóvakíu á um 100 m. ISK styrk sem veittur var úr EES-sjóði. Krafan er reist vegna þess að upplýst hefur verið um svik sem tengjast smíði fjölnota íþróttahúss. Markmiðið með styrknum var að auðvelda smíði fjölnota íþróttahús fyrir ungt fólk í bænum Senec skammt frá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu.
Framkvæmdastjórn ESB vill að innan átta ára verði hið minnsta 40% stjórnarmanna stórra fyrirtækja innan ESB konur. Reglurnar eiga að gilda um fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllum.
Búlgarar, Pólverjar og Tékkar forðast evruna - óvissa innan ESB og fjárhagsleg áhætta of mikil
Búlgarska ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum um að taka upp evruna vegna þess hve efnahagshorfur eru neikvæðar á evru-svæðinu og vaxandi óvissu um framtíð Evrópusambandsins sagði Simeon Djankov, fjármálaráðherra Búlgaríu, við Wall Street Journal mánudaginn 3. september. Sama mánudag sagði Rado...
Finnland: Lítill áhugi á að læra rússnesku-viðskiptalífið hefur áhyggjur
Helsingin Sanomat segir að lítill áhugi sé í Finnlandi á að læra rússnesku og að viðskiptalífið þar í landi hafi áhyggjur af því að skortur sé á fólki, sem kunni það tungumál. Á síðasta ári stunduð 0,6% nemenda í yngri aldurflokkum grunnskóla nám í rússnesku en 1,7% í eldri aldursflokkum. Spænska virðist jafn vinsæl og jafnvel vinsælli sem valfag en rússneska.
Mikil aukning á ferðum yfir landamæri Norður-Noregs og Rússlands
Umferð yfir landamærin milli Rússlands og Norður-Noregs hefur aldrei verið meiri í sögunni segir Barents Observer. Að einhverju leyti er skýringin sú, að íbúar á 30 km svæði við landamærin þurfa ekki lengur á vegabréfsáritun að halda. Í ágústmánuði fóru 22904 einstaklingar yfir landamærin við Storskog-Borisobglesk, eða helmingi fleiri en í sama mánuði 2009 og 4000 fleiri en í fyrra.
Spánn: Útgjöld vegna atvinnuleysisbóta 18,5 milljarðar evra á fyrstu 7 mánuðum
Útgjöld spænska ríkisins vegna atvinnuleysisbóta jukust um 5,4% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs.
Grikkland: Skoðanamunur milli Frakka og Þjóðverja?
Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær, að hægt væri að veita Grikkjum tveggja ára framlengingu á framkvæmd lánaskilmála ef skýrsla þríeykisins um árangur þeirra til þessa yrði jákvæð. Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands hefur hins vegar ítrekað fyrri yfirlýsingar um að mestu skipti að Grikkir standi við skuldbindingar sínar.
Er Evrópusambandið að liðast í sundur?
Evrópuríkin komast ekkert áfram í samstarfi sínu innan Evrópusambandsins. Þetta er ekkert fagnaðarefni, heldur ekki frá sjónarhóli þeirra hér á Íslandi, sem eru andvígir aðild okkar að Evrópusambandinu. Stofnun þess og starfsemi er, hvað sem okkar hagsmunum líður, stórmerkileg og söguleg tilraun þjóða, sem öldum saman hafa herjað hver á aðra til að tryggja varanlegan frið sín í milli.
Schengen I: Aðild Íslands að Schengensamstarfinu
Hinn 14. júní 1985 rituðu fulltrúar Belgíu, Frakklands, Hollands, Lúxemborgar og Þýskalands undir landamærasamstarf. Schengen er lítill bær í Lúxemborg við Mósel-ána, þar sem hún rennur inn í Frakkland en handan við hana er Þýskaland. Markmið samstarfsins var að auðvelda för manna um innri l...
Framtak Össurar sem ber að fagna
Það er ekki oft sem ástæða er til að fagna framtaki Össurar Skarphéðinssonar í utanríkisráðuneytinu en það er tilefni til þess nú. Ráðherrann átti skv.