« 16. september |
■ 17. september 2012 |
» 18. september |
Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, hitti íslenska ráðherra mánudaginn 17. september. Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra voru aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helsta efnið segir í tilkynni...
Pólverjar hafna þátttöku í bankasambandi ESB
Pólverjar hafna tillögu framkvæmdastjórnar ESB um bankasamband undir merkjum ESB. „Eins og málum er háttað núna vekur þessi tillaga ekki áhuga okkar,“ sagði Jacek Rostowski, fjármálaráðherra Póllands. Hugmynd framkvæmdastjórnarinnar er að Seðlabanki Evrópu (SE) hafi eftirlit með bankastarfsemi í öl...
John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, ritaði grein í The Sunday Telegraph hinn 16. september til að minnast þess að þá voru 20 ár liðin frá því að Bretar neyddust til að segja sig úr gjaldmiðlasamstarfi ESB-ríkjanna, ERM. Hann segir að því hafi fylgt pólitískar hamfarir sem vörpuðu löngum ...
Könnun sem Le Figaro í París birti mánudaginn 17. september sýnir að 64% Frakka mundu hafna aðild að evru-samstarfinu yrði það borið undir þá í þjóðaratkvæðagreiðslu núna. Frakkar samþykktu aðild að Maastricht-sáttmálanum um samstarfið með 51% gegn 49% fyrir 20 árum, í september 1992. Nú mundu aðei...
Madrid: Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðhaldsaðgerðir er lykilkrafa mótmælenda
Spænska dagblaðið El País segir að hundruð þúsunda Spánverja víðsvegar að af landinu hafi komið til Madrid á laugardag til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðhaldsaðgerða. Hingað til hafa fréttastofur nefnt 65 þúsund að hámarki. El País segir að um 200 félagasamtök og verkalýðsfélög hafi staðið að aðgerðunum og að þær séu hinar fyrstu af mörgum, sem ráðgerðar eru á þessu hausti.
Skotland: Stuðningur við sjálfstæði ekki að aukast
Skozkum þjóðernissinnum hefur ekki tekizt að auka fylgi við sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri könnun, sem sagt er frá í The Scotsman. Samkvæmt henni vilja 32% sálfstæði. Þetta þýðir að færri vilja sjálfstæði en áður en Skozki þjóðernissinnaflokkurinn tók við völdum í heimastjórn Skotlands.
Deutsche Bank: Áhrifamaður í stjórn leggur til þak á bónusgreiðslur
Einn af þeim, sem sæti eiga í stjórn Deutsche Bank, Werner Wenning, leggur til að það verði sett þak á bónusgreiðslur til stjórnenda bankans. Þessi afstaða gengur að sögn Financial Times þvert á skoðun annars aðalforstjóra bankans, Anshu Jain, sem hefur lagt til verulegar breytingar á kaupaukakerfi bankans en er andvígur formlegu þaki.
Portúgal: Framlög launþega til velferðarkerfis hækkuð en vinnuveitenda lækkuð
Opinberir starfsmenn voru fjölmennir í hópi mótmælenda í Madrid og Lissabon á laugardag að sögn BBC. Þar voru kennarar, hjúkrunarfræðingar, slökkviliðsmenn og fleiri. Í Aveiro í norðurhluta Portúgals reyndi einn mótmælenda að kveikja í sjálfum sér. Hann var fluttur á sjúkrahús og ekki talinn í lífsh...
Nú krefjast Spánverjar þjóðaratkvæðis um aðhald
Ýmislegt bendir til að alda mótmæla sé að rísa á ný í Suður Evrópu. Fyrir tæpri viku voru gífurlega fjölmennar mótmælagöngur í Barcelona á Spáni. Sumir segja, að þátttakendur hafi verið sex hundruð þúsund, aðrir um ein og hálf milljón.
ASÍ-ESB II: 25 milljónir atvinnulausar innan ESB-18 milljónir án atvinnu á evrusvæði
Frá því að Alþýðusamband Íslands markaði skýra stefnu þess efnis, að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu á árinu 2000 eins og vikið var að í fyrstu grein í þessum greinaflokki hefur mikið vatn til sjávar runnið og þó alveg sérstaklega frá haustinu 2008, þegar bankahrunið varð á Íslandi en fjármálakreppa skall á beggja vegna Atlantshafs, sem haft hefur áhrif um allan heim.
ASÍ-ESB I: Eini aðili vinnumarkaðar, sem enn mælir með aðild að ESB
Alþýðusamband Íslands er eini aðili vinnumarkaðarins, sem eftir stendur, sem enn mælir með aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samtök atvinnulífsins hafa dregið sig í hlé sem virkur aðili að umræðum um aðild og Samtök iðnaðarins sömuleiðis enda ljóst að meirihluti félagsmanna þeirra samtaka er andvígur aðild.