Miðvikudagurinn 10. ágúst 2022

Föstudagurinn 28. september 2012

«
27. september

28. september 2012
»
29. september
Fréttir

Frakkland: Sósíalistar boða inngrip til að knýja fram eigendaskipti ef ætlunin er að leggja niður arðbæra starfsemi

Á næstu mánuðum mum franska þingið taka afstöðu til stjórnar­frumvarps þar sem verður að finna ákvæði um bann við því að arðbærum fyrirtækjum sé lokað og starfsmönnum þeirra sagt upp án þess að áður sé kannað fyrir tilstilli ríkisins hvort annað fyrirtæki vilji hlaupa í skarðið og taka að sér reksturinn.

Grikkland: Samkomulag stjórna­flokkanna um 11,5 milljarða evra niðurskurð

Flokkarnir þrír sem standa að grísku ríkis­stjórninni náðu samkomulagi um „meginatriði“ nýrra aðhaldsaðgerða að kvöldi fimmtudags 27. september. Viðræður forystumanna flokkanna hafa staðið frá því eftir kosningarnar 17. júní og snúist um hvernig þeir geti orðið við kröfum þríeykisins, erlendra lánard...

Þýzkaland: Peer Steinbruck nýr leiðtogi SPD

Þýzka dagblaðið Bild heldur því fram, að jafnaðarmenn í Þýzkalandi (SPD) séu að komast að niðurstöðu um, hver verði leiðtogi flokksins í næstu þingkosningum þar í landi að ári. Blaðið segir að sá verði Peer Steinbruck, fyrrum fjármála­ráðherra. Þýzka fréttastofan dpa segir að Frank-Walter Steinmeier, sem leiddi kosningabaráttuna 2009 gefi ekki kost á sér í þetta hlutverk á ný.

Evrópa: Hluta­bréf hækka í verði vegna aðgerða Spánverja-áhyggjur af niðurstöðum álagsprófa

Verð hluta­bréfa hækkaði í Evrópu í morgun í kjölfar frétta um aðhaldsaðgerðir spænskra stjórnvalda. Wall Street Journal segir það endurspegla þá trú markaða að aðgerðirnar muni auðvelda lántöku Spánar hjá ESB/AGS/SE og halda lántökukostnaði Spánverja í skefjum.

Spánn: Laun fryst þriðja árið í röð-30% niðurskurður til landbúnaðar og menningar-skattur á happdrætti

Ríkis­stjórn Mariano Rajoy á Spáni hefur fryst laun opinberra starfsmanna þriðja árið í röð, skorið niður útgjöld til landbúnaðar og menningarmála um 30% og yfir­stjórn spænska hersins um 15%. Þessar aðgerðir koma að sögn Daily Telegraph til viðbótar 62 milljarða evra sparnaði, sem þegar er kominn til...

Frakkland: Hart fjárlaga­frumvarp kynnt í dag-30 milljarða evra sparnaður

Fyrsta fjárlaga­frumvarp ríkis­stjórnar Francois Hollande, forseta Frakklands, verður kynnt á ríkis­stjórnar­fundi í dag. Reuters segir að þetta verði hörðustu fjárlög í 30 ár. Markmiðið sé að tryggja sparnað sem nemi 30 milljörðum evra. Útgjöld verði fryst og skattar hækkaðir á hátekjufólk.

Leiðarar

Hreyfing komin á ESB-mál innan verkalýðshreyfingar

Ítarleg umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um væntanlegt þing Alþýðu­sambands Íslands og ESB-málið bendir til að hreyfing sé að komast á þetta máli innan einstakra aðildar­félaga ASÍ. Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram, að ESB-málið sé ekki á dagskrá 40. þings ASÍ, sem Stefán Einar Stefánsson, formaðu...

Í pottinum

Hvers vegna vill Björn Valur að ríkisendurskoðandi verði rekinn? Er það fyrir Steingrím J.?

Björn Valur Gíslason (VG), formaður fjárlaga­nefndar alþingis, lýsir vantrausti á ríkisendurskoðun og á mbl.is: „Það ríkir ekkert traust milli þings og Ríkisendurskoðunar og við sjáum því ekki ástæðu til að leita umsagnar Ríkisendurskoðunar.“ Björn Valur segir að trúnaðarbrestinn megi rekja til þes...

Jóhanna átti sinn tíma en stóryrðin eru vandræðaleg

Það er skiljanlegt að Samfylkingar­fólk vilji þakka Jóhönnu Sigurðardóttur vel unnin störf í þágu flokksins en það er vandræðalegt að fylgjast með þeim stóryrðum, sem einstakir þingmenn flokksins hafa viðhaft af því tilefni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS